5. febrúar 2017

Samanburður milli ára, fjöldi hjólandi í Reykjavík

Nú tókst mér að finna hjá mér skráningu á árinu 2010 í sambandi við hjólreiðar mínar og talningu á hjólandi á leið minni til vinnu.
Í skjalinu fann ég reiknivillu sem útskýrir óvenjulegt stökk í fjölda hjólandi í ágúst 2010 í línuriti sem ég setti inn fyrir stuttu.  Svo eru líka óvenju háar tölur nokkrum sinnum á því sama ári sem ég hef ekki séð síðan.  T.d. þann 17 maí 2010 skrái ég að ég hafi talið 64 á hjóli þann morgun.  1. og 2, júní taldi ég 50 og 42 og svo 24. ágúst 40.
Til samanburðar þá er stærsta talning árið 2015: 33 og 2016: 31 hjólandi á einum morgni.
Svo ég tók mig til og "lagfærði" fyrst reiknivilluna og svo þessar stóru tölur niður í 20-24 sem er mjög algengur fjöldi í talningu (fæ svo til sömu tölur út ef ég eyði talningunum alveg út).  Tel ég mig með þessu vera að fá betri samanburð milli ára.

Fyrst ber ég hér saman árið 2010 og 2015 (með þessum nýju útreikningum).  Þau ár er ég að hjóla frá sama stað og að sama stað.  Legg af stað um kl 7:40 og er komin á áfangastað fyrir kl. 8:00.  Frá Sundahverfi og niður í bæ. Vegalengd milli 4,5 og 6 km.   Tölurnar eru meðaltal hvers mánaðar á fjölda hjólandi sem ég tel þá morgna sem ég hjóla til vinnu.



Hér er sýnishorn af skráningu, tók út janúar 2010.  Smellið að myndina til að sjá stærri útgáfu af henni.

Á miðju ári 2016 flutti vinnustaðurinn minn úr miðbænum og upp á Hólmsheiði, sem er nokkuð út fyrir þéttbýlið.  Þetta þýðir að ég er núna að hjóla í öfuga átt við það sem ég gerði áður og vegalengd og tími er aðeins annar.  Yfir sumarið hjólaði ég alla leið, sem er um 12 km en þegar fór að rökkva á morgnana þá stytti ég leiðina niður í 8 km og fékk far síðasta spölinn.  Þegar jólin nálguðust og veður urðu risjóttari hjólaði ég í Mjóddina og fékk far þaðan, þangað er um 4 km.  Ég legg fyrr af stað, er að hjóla frá 7:00 til 7:40 (eða 8:00 þegar ég hjóla alla leið).
Hér er samanburður milli 2010 og 2016:



Mér finnst að út þessum tölum megi lesa mikla fjölgun hjólandi á morgnana í Reykjavík milli þessara ára.  Þó þessi talning sé á engan hátt vísindaleg þá má leika sér að því að bera tölurnar saman.

Bætt við 16.2.2017.  Leiðin sem ég hjólaði lang, lang oftast:

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...