3. maí 2017

Í gær var hjólinu mínu stolið.

Vorið 2014 keypti ég mér sumarhjól.  Mig vantaði nýtt hjól og ætlunin var að finna eitthvað sem væri fallegt, nýttist í hjólreiðar allan ársinshring og ég væri ekki borgrandi fram á stýrið á því.  Þetta hjól uppfyllti tvennt af þessu og ég féll algjörlega fyrir því.  

Ég var búin að skoða nokkur hjól, sem voru ágæt en ekki að kveikja neistann, en það má segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn.  Hjólið er 8 gíra með fram og afturljósum sem knúin eru með því að hjóla.  Eini gallinn við það er að það er ekki hægt að setja nagladekk undir það, plássið milli dekkja og bretta er einfaldlega of lítið.
Hér er styttan af skáldinu Tómasi að virða fyrir sér hjólið og honum líst bara nokkuð vel á held ég.
Við tókum þátt í tweedride eitt árið.  Mamma fékk sér eins hjól og við hekluðum pilsahlífar á hjólin.
Þessa mynd hér fyrir neðan tók dóttir mín á filmumyndavél af mér og hjólinu og mér þykir verulega vænt um þessa mynd.
Og á síðasta ári keypti ég bastkörfu framan á hjólið.


En svo eftir vinnu í gær kom ég að tómum hjólagámi í Mjóddinni.  Ég hafði læst hjólinu við þessa grind, eins og ég hef reyndar gert í allan vetur (var þá á öðru hjóli).
 Lásinn hafði verið slitinn í sundur og var það eina sem var eftir af eigum mínum í hjólagámnum.

 Það er sárt þegar eigur manns eru teknar ófrjálsri hendi.  Ég hef átt gæðastundir á þessu hjóli og hef beðið þess með eftirvæntingu í allan vetur að geta hjólað á því aftur.  Ég held í vonina að hjólið finnist einhversstaðar og skili sér til baka til mín, en mér þykir það samt ólíklegt.


Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...