Janúar hefur verið snjóléttur og frekar kaldur í Reykjavík. 2x lét ég kuldann hafa áhrif á mig og sleppti því að hjóla. Ég vinn heima aðra hvora viku en tók strax þá ákvörðun að hjóla samt í vinnuna þá daga sem ég er heima, fer þá bara í hring. En þessa tvo daga tók letipúkinn yfirhöndina og ég lét það eftir honum að sleppa hjólinu.
Talningar eru einnig hafnar aftur á morgnana á leið í vinnu og hef ég bætt við að telja líka hlaupahjól og gangandi. Vegalengdin til vinnu er um 4,5 km (fer örlítið lengri leið af því það eru ekki nema 2 km til vinnu og það er bara svo stutt) og þegar ég vinn heima þá fer ég um 6 km hring, en talning er bara á fyrstu 4 km til að halda tölfræðinni á svipuðum slóðum.
Hér koma tölur janúar mánaðar:
Hjólaið stamtals 229 km í mánuðinum þar af 107 til og frá vinnu. Hjólaði 17 af 20 vinnudögum
Sá að meðaltali á dag: 6 á hjóli, engann á hlaupahjóli og 7 gangandi.
Heildar talning í mánuðinum var: 106 á hjóli, 6 á hlaupahjóli og 125 gangandi.
Eitt hefur angrað mig síðan í nóvember en það eru ljóslausir ljósastaurar á leiðinni minni. Ég sendi on þessa mynd seinnihlutann í nóvember því mér var farið að blöskra fjöldi staura sem voru ljóslausir. Rauðar doppur sýna u.þ.b. hvaða staurar þetta eru. Fékk strax svar til baka um að þau sæu um ansi marga staura og það væri farið yfir þetta í hverjum mánuði.