31. janúar 2021

Hjólað í janúar

Janúar hefur verið snjóléttur og frekar kaldur í Reykjavík. 2x lét ég kuldann hafa áhrif á mig og sleppti því að hjóla.  Ég vinn heima aðra hvora viku en tók strax þá ákvörðun að hjóla samt í vinnuna þá daga sem ég er heima, fer þá bara í hring.  En þessa tvo daga tók letipúkinn yfirhöndina og ég lét það eftir honum að sleppa hjólinu.

Talningar eru einnig hafnar aftur á morgnana á leið í vinnu og hef ég bætt við að telja líka hlaupahjól og gangandi. Vegalengdin til vinnu er um 4,5 km (fer örlítið lengri leið af því það eru ekki nema 2 km til vinnu og það er bara svo stutt) og þegar ég vinn heima þá fer ég um 6 km hring, en talning er bara á fyrstu 4 km til að halda tölfræðinni á svipuðum slóðum.

Hér koma tölur janúar mánaðar:

Hjólaið stamtals 229 km í mánuðinum þar af 107 til og frá vinnu. Hjólaði 17 af 20 vinnudögum

Sá að meðaltali á dag: 6 á hjóli, engann á hlaupahjóli og 7 gangandi.
Heildar talning í mánuðinum var: 106 á hjóli, 6 á hlaupahjóli og 125 gangandi.


Eitt hefur angrað mig síðan í nóvember en það eru ljóslausir ljósastaurar á leiðinni minni. Ég sendi on þessa mynd seinnihlutann í nóvember því mér var farið að blöskra fjöldi staura sem voru ljóslausir. Rauðar doppur sýna u.þ.b. hvaða staurar þetta eru. Fékk strax svar til baka um að þau sæu um ansi marga staura og það væri farið yfir þetta í hverjum mánuði.


10. janúar var ekki enn komið ljós á staurana svo ég sendi þeim aftur og fékk svör til baka um að þetta væri augljóslega ekki eins og þau vildu hafa það.  Síðan þá hafa staurarnir í græna hringnum fengið ljós.  Þessir sem eru í bláahringnum veit ég ekki stöðuna á, allir hinir eru enn ljóslausir. Þetta þykir mér vera frekar lélegt, en vonandi fara menn að koma sér í málið.

Þegar ég skoða tölurnar mínar síðastliðin 10 ár eða svo þá er þessi km fjöldi í janúar í lægri kantinum. Áður hjólaði ég líka lengri leið til og frá vinnu. Fjöldi hjólandi er hinsvegar í hærri kantinum og leyfi ég mér að halda því fram að það séu skýr merki þess að það hafi bæst í hóp þeirra sem velja hjólið sem samgöngutæki Hlakka til að halda áfram að hjóla og safna tölum og talningum.

Uppfærsla 3.2.2021. Það eru líka komin ljós á staurana í bláa hringnum

Uppfærsla 13.3.2021. Staurarnir tveir neðst á myndinni (hjá tölunni 2) líka komnir með ljós.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...