1. september 2021

Hjólað í ágúst 2021

Hjólaði samtals 232 km í mánuðinum þar af 105 til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 21 vinnudögum, var í orlofi þá daga sem vantar uppá. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 16 á hjóli, 4 á hlaupahjóli og 15 gangandi.

Heildar talning í mánuðinum var: 233 á hjóli, 63 á hlaupahjóli og 223 gangandi.

Og svona lítur hitakortið mitt út (sleppi slaufunni upp að Gljúfrasteini frá í sumar, hægt að sjá hana í fyrri færslum)




Það skemmtilegasta sem gerðist í þessum mánuði er að ég keypti mér nýtt hjól. Mig hefur í nokkurn tíma dreymt um að eiga svokallað nytjahjól. Og ég skoðaði og prófaði tvö. Eitt Kristjaníju hjól á þremur dekkjum sem var notað en í mjög góðu ástandi og svo annað glænýtt á tveimur dekkjum. Bæði hjólin voru með rafmótor. Ég féll strax fyrir nýja hjólinu, það er ótrúlega meðfærilegt. Danska hjólið fannst mér skrítið að hjóla á, en það var meira en helmingi ódýrara en nýja hjólið svo eftir svolítinn umhugsunartíma var ákveðið að bjóða í það - ég hlyti að geta vanist því hugsaði ég. En þá var það selt.
Svo ég reyndi að sannfæra mig um að ég þyrfti ekkert svona hjól... það væri mesta vitleysa að vera láta sig dreyma um þetta. Og tvær vikur liðu, en mér gekk ekkert að taka hugann af hjólinu og líklega hjálpaði ekki til að ég hjóla framhjá búðinni á hverjum degi þar sem því var stillt út í glugga. Og til að gera langa sögu stutta þá var farið í búðina og hjólið keypt og ég get sagt ykkur að þetta bara svo skemmtilegt. Ömmu krútti finnst alls ekki leiðinlegt að sitja í og mér finnst súper gaman að hjóla á því.






Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...