23. október 2021

Hjólatalning - tölfræðin mín

 Ég á í excel-skjali hjá mér talningu á þeim sem hjóla á morgnana þegar ég hjóla til vinnu frá árinu 2010.

Fyrir þann tíma skráði ég ekki talninguna. Út frá þessum tölum er ég með meðaltal á því hveru marga ég sé á hjóli á dag í hverjum mánuði. Mér finnst gaman að skoða þessar tölur og því deili ég þeim hér.

Árin 2018 - 2020 var ekki talning af persónulegum ástæðum en talning er hafin aftur og þó leiðin sem ég hjóla sé ekki sú sama og áður og vegalengdin örlítið styttri, þá tel ég þær tölur alveg samanburðarhæfar.

Hér hef ég sett upp í línurit fyrir hvert ár fyrir sig.


Og hér er árið 2021 það sem komið er. Athugið að október er ekki búinn og því gæti talan breyst eitthvað og af því það er október þá er engin talning í nóvember og desember.


Aðeins rýnt í tölurnar:

Í maí á hverju ári er átakið Hjólað í vinnuna og hefur það augljós áhrif á fjölda hjólandi. 

Ég mundi giska á að árin 2011 og 2017 hafi vorið verið kalt því talningin fram að maí er mjög svipuð en tekur svo stökk. 

Júlí er líklega vinsæll orlofsmánuður því talan á það til að detta niður þá.

Ég er spennt að sjá hvernig talningin í nóvember og desember kemur út í ár því 2016 og 2017 eru fleiri að hjóla allt árið þar sem talningin minnkar ekki mikið þá mánuði, eins og árin á undan. Ætli það verði eins núna?

Nýtt:

Í ár hef ég bætt við talningu á gangandi og hlaupahjólum/rafskútum og hér eru meðaltalstölur fyrir hvern ferðamáta eftir mánuðum. Sami fyrirvari og áður með október sem enn er vika eftir af.



Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...