Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122 til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ég tvo orlofsdaga.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 3 á hlaupahjóli og 15 gangandi, sem er veruleg aukning frá síðasta mánuði..
Fjóldamet hjólandi í mánuðinum er 21 á en fæst sá ég 3.
Heildar talning í mánuðinum var: 173 á hjóli, 48 á hlaupahjóli og 226 gangandi.
Sumardekkin fóru undir hjólið 20. apríl, daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Ágætis sumargjöf fyrir sjálfamig.
Svona lítur hitakortið út það sem af er árinu:
Fór nokkrar ferðir á stóra-hjólinu, þar af 2 vinnuferðir sem voru mjög skemmtilegar.
Hjólaði því samtals 32 km á því hjóli. Ein ferðin hafði þann tilgang að hjálpa litum ömmukút af taka smá lúr, og það tókst svona líka ljómandi vel.