2. september 2023

Hjólað í ágúst 2023 - 301 km

Hjólaði samtals 301 km í mánuðinum þar af 165 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins til vinnu.

Hjólaði 97 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 204 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 14 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 15 gangandi.

Mest sá ég 21 hjólandi en minnst 9.


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Veðrlið lék um okkur hér á höfuðborgarsvæðinu í ágúst. Einmuna blíða, bæði logn og sól.

Fór í fyrsta skipti með báða ömmustrákana í hjólatúr á stóra hjólinu. Það var gaman.



Á menningarnótt hjólaði ég út á Granda þar sem hljómsveitin Korsiletturnar sem stelpan mín er í tróð upp og söng á Bryggjunni brugghús

Skrapp í búð en fann ekkert viðunandi hjólastæði svo ég lagði við kerrugrindurnar


Fór með ömmustrák á nýja svæðið við rafveituhúsið í Elliðaárdal, mjög skemmtilegt að vera þarna í góða veðrinu


Engin ummæli:

Hjólað í nóvember 2023 - 306 km

Hjólaði samtals 305 km í mánuðinum þar af 207  til og frá vinnu. Hjólaði til vinnu alla vinnudaga mánaðarins nema tvo (tók mér orlofsdaga), ...