
Þetta var mjög skemmtileg ferð. Við fengum gott veður allan tímann, rigndi 2x en í annað skiptið vorum við á hátíðarkvöldverði og í hitt skiptið í rútu svo það kom ekki að sök.
Farið var yfir ótrúlegar vegalengdir á hverjum einasta degi, landið er svo stórt. Við flugum til Minnesota, gistum í Alexandriu á leiðinni til Kanada og vorum í Winnipeg í 5 nætur. Við heimsóttum við Gimli, Hecla island, Rivertown og fleiri staði, allstaðar hittum við vestur Íslendinga sem töluðu íslensku og kunnu ættjarðarlögin sem við sungum.
Ef þið hafið áhuga á að skoða fleiri myndir þá hef ég sett þær inn hér.
2 ummæli:
Æðislegar myndir en með hverjum varstu þarna? Perlunni :D?
Gvreit (eins og maður segir á ensku), það eru ekki allir sem hafa farið á tónleikaferð um Kanada.
Skrifa ummæli