3. október 2006

Ábending til kartöflubænda


Nú finnst mér kominn tími til að þið stærðarflokkið kartöflurnar í pokana.

Það er alltaf þannig að síðustu kartöflurnar í pokanum eru þessar risastóru og þessar pínulitlu, sem leiðir til þess að síðasta soðningin er bæði ofsoðin og of lítið soðin.

Það væri meira að setja hægt að verðleggja kartöflurnar eftir stærð. Vinsælasta stærðin hlýtur þá að vera dýrari og þessi sem selst minna ódýrari.

Hvað finnst ykkur? Væri þetta ekki vel reynandi?

Kveðja, fra kartöfluætu.

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Jú löngu tímabært. Vélar sem sinna þessu starfi ku vera ódýrar og einfaldar.

BbulgroZ sagði...

Þetta er bara lágmarks kurteisi og er ég þér fullkomlega sammála.

Hjólað í mars

Hjólaði samtals 157 km í mánuðinum þar af 121 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 23 vinnudögum. Byrjaði mánuðinn að jafna mig eftir veikindi og...