25. október 2006

Gaman að blogga

Það er nú meiri bloggletin í manni.

En það er skemmst frá því að segja að ég hjóla enn í vinnuna. Það hefur verið blessunarlega þurrt undanfarið þó kuldinn bíti. Í morgun ákvað ég að fara í Kraftgallanum því það var svo skelfilega kalt í gærmorgun, en nú er ég ekki viss um að ég vilji hjóla í honum heim aftur...
Svona fer nú tískan með mann.
Ræddum það einmitt í matarboði um daginn hversu dásamlegt það var þegar Kraftgallarnir voru í tísku. Nema ég sé með þessu að koma umræddum göllum aftur í tísku, er að sjálfsögðu einstaklega glæsileg í gallanum.

hmmm... hvað fleira?

Jú þeir veiða hvalina. Enginn virðist vita af hverju því markaðurinn fyrir kjötið er víst ekki til staðar. Ekki er þetta undir yfirskini vísindaveiða ef ég er að skilja rétt. Er þetta til að draga athyglina frá botnvörpuveiðum? Menn úti í hinum stóra heimi eru farnir að fordæma þesskonar veiðar, segja þær rústa botninum og sjávarlífi þar sem þær eru stundaðar. Samtök eru að setja sig í stellingar að fordæma þessar veiðiaðferðir og þar sem við notum þessa aðferð mjög mikið hefði bann gríðarlega mikil áhrif hér á landi. Og hvað ger menn þá? Jú fara að veiða hval. Og allir gleyma togurunum og gráta aumingja hvalina.

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Tja hér fannst mér á tímabili að ég væri að lesa grein í "Úr Verinu" aukablaðinu sem fylgir mogganum á miðvikudögum : )

Mæli samt með hrefnukjöti það er gríðarlega gott. Þunnt skorið, snöggsteikt og með t.d. piparsósu. 37 sek á fyrrihliðinni, 36 sek á seinni, pannan verður að vera vel heit þegar kjötinu er skellt á. Ef kjötið er haft aðeins of lengi verður kjötið mjög seigt, ekki gott.

Varð vitni að því í morgun þegar ekið var á hjólandi vegfaranda

Viðkomandi var rétt á undan mér að gatnamótum Skeiðarvogs og Sæbrautar. Ég er appelsínugula örin, sá sem ekið var á er græna örin og bíllinn...