10. janúar 2007

Ýmislegt að gerast


Förum í dag aftur að skoða íbúðina sem hefur komið í veg fyrir svefn. Síðan seinna í dag koma til okkar íbúðasölumenn til að meta íbúðina okkar. Eftir það förum við í bankann okkar til að vita hvað þeir telja okkur hæf til að fá lánað og þá getum við í alvörunni skipulagt framhaldið.

Við fórum í gær og skoðuðum 59 milljónkr. húsið, bara svona í gamni. Það er mjög flott, en Elías var ekki nógu hrifinn. Helsti gallinn sem ég sé við það er að umferðahávaðinn er mikill þegar verið er úti í garði og það getur hugsanlega truflað innhverfa íhugun við garðstörf (það verður að taka allt með í reikninginn). Maður tekur ekkert eftir umferðinni innandyra. En hugmyndir voru uppi um að leigutekjur af kjallaraíbúð sem fylgir gætu dregið greiðslugetu upp um nokkra tugi milljóna.

Þetta er spennandi maður.

3 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Gríðarleg spenna hér!!! Ég held að maður geti ekki búið í svona kjallara (eins og ég er reyndar sjálfur að gera) í of langan tíma...áramótaheit 2007, upp úr holunum!!

Nafnlaus sagði...

Heir, heir! Það finnst mér vera gott áramótaheit. Við höfum kúldrast í kjallara í 10 ár og þá er bara kominn tími á að fara upp úr honum.

Bjarney

BbulgroZ sagði...

Já og ég í 6 að verða 7 ár og þar áður í bílskúr, þetta kallast að vera nægjusamur er það ekki : )

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...