23. janúar 2007

Áslákur í álögum.

Það er óskaplega gott að lesa svolítið þegar komið er upp í rúm á kvöldin, svona rétt á meðan sængin er að hitna.
Stundum vantar eitthvað að lesa og þá er farið í bókahilluna og reynt að finna eitthvað lesefni.

Þetta átti sér einmitt stað í síðustu viku. Þá er alltaf spurningin hvaða bók á að velja. Bækurnar í bókaskápnum eru mest barna- og unglingabækur, margar mjög góðar en flestar búið að lesa oftar en tvisvar eða þrisvar eins og t.d. Ronja ræningjadóttir og Bróðir minn Ljónshjarta.

En nú fannst bók sem ekki hafði verið lesin áður. Hún ber titilinn "Áslákur í álögum" eftir Dóra Jónsson. Bókin er gefin út 1952 og er saga af hortugum og frekum borgarsták sem fer í sveitina til afa og ömmu og verður þar að manni. Sveitarómantíkin er allsráðandi og lesandinn kemst að því að allir hafa gott af því að fara í sveitina og læra þar á lífið. En allra skemmtilegast er þó texti aftan á bókinni, þar stendur:

"Þetta er óvenju góð unglingasaga! Jafnaldrar Láka og Línu munu lesa hana í spretti og hrópa einum rómi: "Mættum við fá meira að heyra!""

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Þeir kunnu nú að búa til slagorðin í þá daga.

Hjólað í mars

Hjólaði samtals 157 km í mánuðinum þar af 121 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 23 vinnudögum. Byrjaði mánuðinn að jafna mig eftir veikindi og...