16. febrúar 2007

Veikindi

Er á 3. ja degi í veikindum núna. Með kvefpest. Er lítið búin að gera annað en liggja uppi í sófa, snýta mér og glápa á sjónvarpið. Verð að viðurkenna að mér finnst það svolítið notarlegt að gera ekkert annað og hafa góða afsökun fyrir því.

Stundum hef ég tekið mér einn og einn frídag sem á að vera bara fyrir mig í afslöppun, en einhvernvegin fara þeir í annaðhvort í samviskubit yfir því að vera ekki að setja í þvottavél eða taka til eða eitthvað annað sem nauðsynlega þarf að gera eða það er einmitt það sem þessir frídagar fara í.

Nú er ég veik og hef ekki orku í þvottavél eða þrif og ligg þess vegna bara undir sæng og slappa af.

En nú er komið nóg af svo góðu samt sem áður og kominn tími til að hrista þessa pest af sér, enda komin helgi. Það er ekkert vit í því að vera veikur um helgi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er sami fílingurinn báðum megin á landinu... ég geri lítið annað en að pússla þessa dagana.
Hef svo líka staðið mig að því að skoða fasteignir á 104 :)
greinilega búin að bíta í mig að þú verðir að flytja. hí hí :)
Láttu þér batna greyið mitt.

BbulgroZ sagði...

Æj æj ertu veik, það hlaut að vera að ekkert var bloggi hjá þér...en það er "gaman" að vera veikur ef maður getur hvílt sig og horft á sjónfratið ofl...mmmmmm...ég segi það enn og aftur, lífsins ljúfu stundir... : )

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...