1. júní 2007

Hjólafréttir

Fyrir ári síðan hófst tilraunaverkefnið "Að hjólin eru bílarnir - fyrir fullorðna". Þar sem þáttakendur skuldbundu sig til að fara alfarið eftir umferðarreglum á hjólfákum sínum.

Þetta var erfiðara en leit út í fyrstu. Að bíða á rauðu ljósi þegar engin umferð er á götunni virkar oft kjánalega þegar setið er á hjólfák, sérstaklega þegar aðrir hjólreiðamenn þeysa framhjá. Einnig uppgötvaðist það að sum ljós breytast ekki hversu lengi sem beðið er, nema bíll komi og bíði líka. Eins og þau ljós eru sniðug, fyrir bílaumferð þar sem umferð er róleg þá eru þau hundleiðinleg fyrir hjólreiðamann sem vill fara eftir umferðarreglunum.

Síðan er það þetta að hjóla ekki á móti einstefnu. Þetta er ómögulegt þurfi viðkomandi að fara fram hjá Hlemmi frá vestri til austurs. Þar þurftu þáttakendur ætíð að brjóta reglur leiksins.

Og nú þegar verkefnið er yfirstaðið er niðurstaðan sú að það borgar sig enganvegin fyrir hjólreiðamenn að fara eftir þessum reglum, nema við miklar umferðagötur. Og það að fara ekki eftir reglunum styttir hjólreiða tímann um 1 mín á hvern farinn km.

En þó er beygur í mönnum yfir því að með þessu sé verið að ala upp það að reglur meigi brjóta. Og í gærmorgun þegar vitnaðist að bíll fór yfir á rauðu ljósi þar sem engin önnur bílaumferð var á svæðinu gat hjólreiðamaðurinn ekki annað en hugsað; "Ætli ökumaðurinn sé hjólreiðamaður?"

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Skarplega athugað Fransíns, skarplega athugað.

En ég vek einnig athygli á mannfræði tilraun minn, sem og niðurstöðum (ís stuttumáli) sem hér segir:
Íslendingar eru jafnan taldir fara illa eftir reglum, hvað þá hinn gangandi vegfarandi eða hjólreiðamaður. Þessu sinnuleysi við reglur eins og að bíða á rauðum kalli ofl. er ekki hægt að fara eftir þegar maður er með vindinn eða snjóstorm í andlitið, því höfum við vanið okkur á að hlaupa á milli húsa og fara ekki eftir reglum.

Refsarinn sagði...

Tek undir þetta með Arnies. Þegar ég hjóla er ég algerlega undaþeginn umferðarreglum

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...