12. júlí 2007

Máfarnir á tjörninni


Mér blöskraði þegar ég skoðaði Fréttablaðið í morgun. Á forsíðu er mynd af fjölskyldu niðri á tjörn að gefa fuglunum brauð. Það vill þannig til að á myndinni sjást nokkrar dúfur og svo máfager á tjörninni sjálfri. Undir myndinni stendur eitthvað á þá leið að ekki sé ljóst hvað fólkinu gengur til með þessu háttarlagi (þá er líklegast átt við það að gefa máfunum brauð).


Þetta er farið að jaðra við ofsóknir. Ég sjálf fór síðast í gær niður að tjörn og þar voru bæði endur og svanir á tjörinni, þó svo ljósmyndarinn hafi verið svo "heppinn" að ná mynd án anda.

Svo er ég ekki sammála því að máfurinn megi ekki vera á tjörninni. Að mínu mati er þar fallegur fugl á ferð, með ótrúlega flughæfni. Það er gaman að fylgjast með honum á flugi og við lendingu. Einnig er gaman að gefa honum brauð. Hafið þið prófað að búta brauðið í marga litla mola og henda því svo upp í loftið? Við það fljúga máfarnir upp og grípa bitana á flugi. Það eina sem er hvimleitt við máfin eru hljóðin í honum. Hann hefur ekki fögur hljóð að mínu mati.

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Jú ég er soltið sammála þér með máfin...en þeir eru helv ágengir...gaman að gefa honum eins og þú segir. Við hentum góðum mola út í mitt gerið og þeir flugu alli á þennann eina mola og lá við stórslysum því þeir flugu á hvorn annan óhikað...

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...