24. júlí 2007

Mikið geta draumar verið skrítnir.

Dreymdi í nótt að ég vaknaði af draumi þar sem mig hafði dreymt hana Gúndý-ömmu mína. Hún hafði komið til mín í drauminum og heilsað mér.

Svo allt í einu var hún komin (og nú var ég vöknuð í draumnum). En því var þannig háttað að ég bjó í hennar hluta af Kópavogsbrautinni. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt þar sem hún er jú dáin, en hún var sér greinilega ekki meðvituð um það. Svo ég og pabbi gáfum henni að borða og bjuggum um rúm fyrir hana. Pabbi meira að segja skenkti henni vín í glas, sem hún var hin ánægðasta með. En allan tíman var ég að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að segja henni þau tíðindi að hún væri dáin og ætti ekki heima hérna lengur.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Váááá... flottur draumur. Amma er örugglega að biðja þig um að setja myndir af ættarmótinu inn á netið :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er mjög sérstakur draumur og það væri nú gaman að vita hvað hann þýðir :)

BbulgroZ sagði...

Þessi draumur hafði nú þau áhrif á mig að ég dreymdi þá gömlu í nótt. Þar er ég staddur ásamt Ívar syni mínum fyrir utan kóp 4 og það er haust, laufblöðin fjúka og allt í einu stendur hún þarna frekar illa klædd miðað við kuldann. Ég tek á það ráð að rölta með henni inn í hlíuna og spyr hvernig hún hafi það og slíkt...svo var það nú búið. Þegar ég vakna segir Helga mér það að frænka sín, sem ber nafnið Helga, eigi afmæli sama dag og okkar dóttir mun fæðast. Ég svara um hæl að mig hafi dreymt Gúndý þessa nótt, ætli nafnið á þeirri tilvonandi verði þá ekki Guðrún Helga??

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...