22. maí 2008

Hjólafréttir

Enn er ágætis hjólaveður, þó verið sé að spá einhverri vætu í dag.
Fór Sæbrautina og þar var ágætis meðvindur.
Sást til 5 annara hjólamanna, allt karlmenn.
Hvað varð um kvenfólkið?
Gufar það upp þegar sólin hverfur bak við ský?

Íslenski fjallahjólaklúbburinn auglýsir hjólaferð um helgina. Hjólað verður á Nesjavelli, lagt af stað á laugardag og gist um nóttina og síðan hjólað aftur til Reykjavíkur á sunnudeginum. Hljómar mjög spennandi. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.
Ég gæti vel hugsað mér að fara svona ferð en vildi gjarnan hafa einhvern með mér. Svo, þó ég ætli ekki í ár, þá ef einhver gæti hugsað sér að fara með mér á næsta ári...

4 ummæli:

Refsarinn sagði...

Ég er búinn að hjóla 270km í þessu hjóaátaki og þarf að bæta mig um 60 ef ég á að á að vinna. Er ekki í stuði til að hjóla um helgina

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Vá það er ekkert smá.

Í hvaða flokki ertu? Mig langar að finna þig/þitt lið á síðunni

Refsarinn sagði...

Við erum í fyrirtækjaflokknum 39-60 starfsmenn. Í 6. sæti yfir km.
Til að bæta samkepnissöðu mína hjólaði ég 42km heim í gær og 30 km í vinnuna í dag :Þ

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Nei heyrðu mig ég gleypi ekki við þessu svona eins og rjómaköku með jarðarberjum.

42 km!!!
-Hvaða leið fórstu?
-Voru einhver vitni sem geta staðfest þessa vegalengd?
-Hvað varstu lengi?
-Áttirðu einhvera orku eftir þegar hjólatúrnum lauk?

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...