10. júlí 2008

Maiskorn


Það er staðreynd að mér finnst maiskorn vera gott. Hef keypt mér frosna kornið og smurt með smjöri, pakkað inn í álpappí og hitað á grillinu - namm, namm.

En um daginn keypti ég í Bónus einn kornstöngul ferskann í grænmetisdeildinni. Mig hefur langað til að prófa það því einhver sagði mér að það væri lang, lang, lang best þannig.

Það varð töluverð reykistefna við kassann þegar við greiddum því enginn virtist vita hvernig ætti að koma þessari vöru í verð. En að lokum tókst það, seinna þegar ég skoðaði strimilinn var mér heldur bilt við því þessi eini stöngull sem ég keypti kostaði 151 kr!!!

Um kvöldið var svo grillað og þá er ekkert annað gert við maisstöngulinn enn að setja hann beint á grillið (settum hann á efrigrindina) og snúa reglulega.
Og síðan var smakkað. Og það er engin lygi sem mér var sögð því þetta er lang, lang, lang, lang besta kornið sem ég hef smakkað. Ég mun kaupa mér svona aftur þó það sé svona dýrt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er sko sammála þér með maiskornstöngulinn.. LANG LANG bestur ferskur.. verst hvað hann er dýr en þó alveg peninganna og bragðlaukanna virði ;) Í Danmörkunni kosta þessi stönglar skít og ekki neitt nánast fríkeypis og ég hef sko iðulega stolist til að taka með mér eins og 10 stykki í ferðatöskunna ef ég á leið til Danska landsins :)
kv. Irpa

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...