10. október 2008

Hvað gengur á?

Nú er ég að reyna að skilja, því eftir að hafa hlustað á fréttirnar frá því í gærkvöldi koma upp ýmsar spurningar varðandi samskipti landanna Íslands og Bretlands.

Er verið að nota okkur (Íslendinga) sem blóraböggul fyrir öllu því sem illa er að fara á fjármálamarkaðinum í Bretlandi?

Skv. fréttaflutningi Sjónvarpsins í gærkvöldi eru menn algjörlea tvísaga um það sem er að gerast.

Á Íslandi er sagt að stjórnmálamenn þessara tveggja landa hafi rætt saman á góðu nótunum og í þeim viðræðum hafi verið sagt að íslenska ríkið ábyrgist innistæður Breta í bönkunum.

Á Bretlandi er hrópað að Íslendingar segist ekki ætla að standa við skulbindingar.


Hvað veldur?

Þetta er algjörlega svart og hvítt og að mínu mati mjög alvarlegar ásakanir á okkar hendur. Getur verið að íslenskir ráðamenn séu svona lélegir í ensku að misskilningur sé ástæðan?
Þó dettur manni líka í hug að hér sé pólitísk refskák. Getur það verið að af því við erum svona lítil að þá telji þeir ytra að þeir geti sagt og gert það sem þeir vilja gagnvart okkur.
Og afhverju taka menn ekki harðar á þessu hér heima og tala sínu máli þarna úti?


Gengu þessar vinsamlegu viðræður milli ráðamanna landanna kannski út á það að við tökum á okkur að vera blóraböggull ef þeir taka á sig skuldbindingarnar?

Fleiri eru að velta þessu sama fyrir sér og rakst ég þessa færslu í því sambandi.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...