31. október 2008

Reynslan af nagladekkjunum er góð.

Finn ekkert fyrir hálkunni, en veit af henni og fer þess vegna hægar yfir og varlegar í beygjur. En ég hef aldrei skrikað eða runnið til og mér finnst líklegt að ég eigi eftir að venjast vetrarhjóleiðunum aðeins betur áður en ég eyk hraðann aftur. Ég er næstum 5 mín lengur í vinnuna þessa dagana en ég var í sumar, en ég er líka með eindæmum varkár manneskja og hrædd við að detta.
Hef bara einu sinni komist yfir 30 km/klst eftir að nagladekkin fóru undir hjólið en ég finn að ég er smátt og smátt að auka hraðann aftur eftir því sem ég læri betur á dekkin.

Kuldinn er lítið sem ekkert að angra mig. Ég er í mínum venjulegu fötum, gallabuxum, bómullarbol (þó vanir hjólreiðamenn segji manni að forðast bómull því hún drekkur í sig svitann og blotnar), lopapeysu og lopasokkum. Utan yfir það er ég svo í fínu Didrikson regn/útivistarfötunum mínum sem bæði halda hita, en anda líka (kostuðuð 12 þús í útilífi í sumar). En mig vantar nýja vetlinga því mínir eru orðnir ansi götóttir og mér verður kalt á puttunum sem standa út úr götunum. En úr því verður bætt fljótlega.

Sem sagt vetrarhjóleiðarnar ganga vel og ég er svo ánægð með að geta haldið áfram að hjóla þó smá snjór og hálka sé í bænum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð :)
Ég held öðru sætinu...sko mig og þökk sé gestablogginu.
Kveðja, Auður.

Nafnlaus sagði...

Já nagladekk á reiðhjól er snilli, ég hef aðeins einu sinni dottið á nagladekkjunum en það var þegar ég fór mína fyrstu ferð á þeim, ég var kominn á klaka og treysti ekki nöglunum og steig niður, það var ekki gáfulegt enda flaug ég á hausinn :-)

Hallsteinn

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...