28. janúar 2009

Hjólafréttir

Eitthvað virðist hjólreiðamönnum hafa fækkað á morgnanna. Sé ekki nema 2-3 á leið minni í vinnuna. Um miðja síðustu viku sást til 5. En almennt eru fleiri för í snjónum svo við erum að á öllum tíma dagsins.

En mér gengur ljómandi vel að hjóla. Á í raun erfitt með að trúa því að það sé ekki meira mál að hjóla á veturnar. Veðrið hefur auðvitað leikið við mig þ.e. lítið er um blástur. Færðin misjöfn en að meðaltali er ég ekki nema 5 mín lengur í vinnuna núna heldur en á sumrin.

Svo er gaman að því að benda fólki á átak sem er að hefjast sem kallast lífshlaupið. Þetta er fyrirtækja- og einstaklingskeppni sem stendur yfir 2. - 24 febrúar og felst í því að hreyfa sig (skiptir ekki máli hvernig eða hvenær) í 30 mín samanlagt (þarf ekkert frekar að vera allt í einu) á dag.

1 ummæli:

Refsarinn sagði...

jamm samála þér þarna systir góð. það er töluvert auðveldara að hjóla en maður heldur. Mesta erfiðið er að koma sér af stað.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...