19. maí 2009

Vá vá vá

Þvílíkt fjöldamet sett í morgun í mínum talningum. Taldi 58 hjólreiðamenn. Gætu hafa verið fleiri en til að vera örugglega ekki að telja menn tvisvar voru vafaaðilar hafðir útundan. Nr. 49 og 50 voru Adda og Þórhallur.
Hef aldrei nokkurntíman talið svona marga. Fór Fossvogsdalinn og þar er bókstaflega krökkt af hjólreiðamönnum og gaman að segja frá að langflestir eru með hægri umferðina á tæru, þrátt fyrir ruglandi línumerkingar á stígunum. Helsti gallinn við þessa leið eru blindbeygjurnar, en þær eru nokkrar.


Og svo langar mig að monta mig svolítið af honum stóra bróður mínum. En í morgunblaðinu í gær kom mynd af honum þar sem hann tók þátt í Kópavogsþríþrautinni; 400m sund, 10 km hjólreiðar og 2.5 km hlaup. Hér eru úrslitin og varð hann í 11 sæti í karlaflokki sem er frábær árangur. Til hamingju með það Þórhallur!

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...