14. maí 2009

Viðhorf til hjólreiða

Mér var í gær bent á það, af bílstjóra sem ók fram úr mér á Njálsgötunni að það væri fyrir löngu búið að leyfa hjólreiðamönnum að hjóla á gangstéttinni. Ég svaraði honum að það væri bara miklu betra að hjóla á götunni og fékk þá það svar að þar væri ég fyrir. Þar sem hann var þá komin fram úr mér gafst mér ekki tækifæri til að segja neitt af viti og kallaði bara NEI.

Einmitt á þessari götu eru gangstéttarnar algjörlega ónothæfir til hjólreiða. Stéttarnar eru þröngar og með þrengingum hér og þar. Húsin eru alveg upp við götuna og mjög oft er bílum lagt upp á stéttina. Hámarks hraðinn er 30 km/klst á götuni og venjulega næ ég líklega 20-25 km/klst þarna en maður þarf reglulega að hægja á út af þvergötum sem eiga forgang.
Mér finnst best þegar það er bíll fyrir framan mig því þá er augljóst að ég fer ekki hægar en hann og þá fá bílstjórar fyrir aftan mig ekki þessa tilfinningu að ég sé að hægja á þeim. En ef það er ekki bíll fyrir framan mig þá finn ég fyrir óþolinmæði bílstjóranna fyrir aftan mig. Oftast fer ég þá upp á stétt og hleypi framúr.

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Glimrandi gott svar kæra systir. Hann var líka kominn framhjá svo þú varst ekki mikið fyrir lengur :Þ

Ég er fyrir löngu hættur að velta því fyrir mér hvort ég sé að tefja bíla eða ekki. Réttur minn er óskertur og þeir verða bara að taka tillit til mín, enda miklu auðveldara fyrir þá, en mig að taka af stað aftur ef þeir þufra að stoppa.

Unknown sagði...

Það er bara af hinu góða að tefja bílstjóra smá stund. Þá kemur krafa um sér hjólabrautir frá fleiri en hjólafólki. Ég er sífellt meira úti á götunum, eftir því sem þol og þor eykst :)

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...