7. júlí 2009

Sumarbústaðarferð.


Frábær ferð. Yndislegt land. Geggjað veður.


Já við vorum í sumarbústað í Ölfusborgum. Við ferðuðumst um suðurlandið og skoðuðum fallega landið okkar. Ég er búin að velja nokkrar myndir og reyna að vinsa úr þeim örfá sýnishorn af því sem við skoðuðum, sáum og gerðum og af því myndirnar eru fleiri en góðu hófi gegnir (þrátt fyrir svakalegan niðurskurð) þá ætla ég að skipa þeim upp í færslur eftir dögum.
Allra fyrsta daginn vorum við bara í nánasta nágreni. Kíktum aðeins í Hveragerði en þar voru blómadagar, brunuðum svo á Selfoss (því sængurfötin gleymdust heima svo við keyptum ný) og enduðum svo í bústaðnum og grilluðum í þessu líka frábæra veðri.

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...