3. mars 2010

Hjólafréttir







Jibbí, loksins búið að skafa almennilega. Ég var næstum hætt við að hjóla í morgun því ég varla komst út götuna mína fyrir slabbi. Slabbið varð til þess að ég spólaði út í eitt. En áfram hélt ég á þrjóskunni og þegar ég komst á stíginn fyrir neðan Sæbrautina (á móti shell bensínstöðinni) þá sá ég að búið var að skafa stíginn í morgun og ekki bara það heldur var hann líka vel skafinn! Næstum ekkert slabb eða snjór á stígnum. Ég var svo hamingjusöm með það að ég tók af því mynd. (skelli henni kannski inn í kvöld).
Stígurinn hefur ekki verið svona vel skafinn síðan það byrjaði að snjóa. Meira að segja flest gatnamót voru vel skafin (ekki þessir endalausu snjóhraukar sem almennt tefja för þvert yfir síginn). Færðin versnaði þó heldur þar sem stígurinn liggur meðfram sjónum. Líklegast hefur saltið frá sjónum eitthvað með það að gera en saltslabb er eitthvað það versta sem við hjólreiðamenn lendum í. Var 5 mín fljótari í vinnuna í dag en í gær og í miklu betra skapi.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...