21. maí 2010

Hjólafréttir

Hjólaði meðfram Miklubraut í morgun. Einu sinni hjólaði ég þá leið að jafnaði til og frá vinnu en þá hjólaði ég líka hægar. Þessi leið hentar mér ekki lengur því ég vil fara hraðar yfir og án töluverðra hindrana. En þessi leið er sannarlega þrautabraut.

Og hér kemur tuðið í pirruðum hjólreiðamanni.

Fyrsti kaflinn er í lagi, frá Skeiðarvogi að Grensásvegi (ef horft er framhjá glerbrotahrúgum hér og þar).
Síðan er það brekkan upp að Háaleitisbraut sem endar í blindhorni og ég get hvorki séð hvort bílar eru að koma upp brekkuna og ætla að beygja til hægri eða þeir mig vegna brekkunnar sem búin var til í þeim tilgangi að dempa hljóðið frá bílunum. En brekkan nær of langt upp og of nálægt gatnamótunum og hindrar útsýni. Gatnamótin þarna yfir voru löguð fyrir ekki svo löngu og þá var settur skrítinn rani af kantsteini, líklegast til að beina umferð hjólandi í rétta sveigju, en að sjálfsögðu hafa snjóruðnings tækin ekki séð þennan rana í vetur og hann er nokkuð laskaður, fyrir utan að vera til mikilla óþurfta.
Næsti kafli nær að Kringlumýrarbraut og hér er umferðin um stíginn orðin meiri bæði af gangandi og hjólandi. Ég sé að hjólreiðamenn eru þó farnir að halda sig hægra megin á stígunum sem er gott og flestir gangandi líka. En helsta hindrunin hér er strætóskýlið við göngubrúna. Þar er allt morandi í glerbrotum og ég virðist alltaf hitta þannig á að strætó er stopp og að hleypa út farþegum sem oftar en ekki eru mjög ómeðvitaðir um umhverfi sitt og gera ekki ráð fyrir umferð hjólandi.
Gatnamótin yfir Kringlumýrarbraut eru ómöguleg og leiðinda þrautabraut.
Þá tekur við beinn og breiður stígur sem nær alveg að Stakkahlið en þar mjókkar gangstéttin og gróðurinn reynir sitt besta til að yfirtaka stíginn.
Stígurinn við Miklatún hefur mátt muna fífil sinn fegurri og er löngu orðið tímabært að endurnýja hann.
Sem sagt margt á þessari leið hraðatefjandi og ég mun ekki fara hana aftur í bráð.

17. maí 2010

Hjólafréttir - nýtt fjöldamet, 64 hjólreiðamenn!

Sá 64 hjólreiðamenn í morgun. Sem er bæði met ársins og mesti fjöldi síðan talningar hófust.
Fór leiðina Elliðaárdalur - Fossvogsdalur - Hringbraut sem er u.þ.b. 10 km löng.
Hjólreiðamaður nr. 50 var Adda mágkona sem er skemmtileg og ótrúleg tilviljun því á síðasta ári þegar svipað fjöldamet var sett voru hún og Þórhallur nr. 49 og 50 (sjá þessa færslu).

Meðalhraðinn 19,9 km/klst (hámarks hraðinn rétt rúmlega 30 km/klst svo ég hef farið þetta á nokkuð jöfnum hraða). Ég á í smá vandræðum með gírana, þ.e. gírskiptirinn að framan er hættur að virka og er fastur í þyngsta gír. Sem er svo sem allt í lagi þó það væri betra að geta notað hann á leið upp brekkur. En staðreyndin er sú að ég nota ekki nema 5-6 gíra af þessum 24 gírum sem eru á hjólinu og vildi að ég væri með þyngri gíra í staðin fyrir alla þessa léttu.

5. maí 2010

Hjólafréttir - nýtt fjöldamet

Á fyrsta degin átaksins Hjólað í vinnuna er slegið fjöldamet ársins á leiðnni minni. Sá 17 hjólreiðamenn í morgun og eru það 10 fleiri en í gærmorgun og bættust 4 við fyrra metið.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...