Og þá er ég komin í fullan vetrarskrúða. Gönguskór og ullarsokkar toppa lýsinguna á færslunni frá því í gær. Í morgun gleymdi ég ekki vettlingunum frá Eyrúnu svo ég var ansi vel búin.
Ekki var farið að skafa stígana sem ég hjólaði í morgun, annars var færðin bara nokkuð góð. Ég var u.þ.b. 3-4 mín lengur á leiðinni en undanfarna daga, það er þyngra að hjóla í snjónum.
4. nóvember 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Sæl Bjarney
Rakst á bloggið þitt og sé þú ert með tengil inn á hjólabloggið mitt. Gaman að finna svona sálufélaga í hjólablogginu. Ég hef bloggað um hjólreiðarnar síðan síðasta haust með það að markmiði að kortleggja reynsluna. Erum við nokkuð að hjóla svipaða leið til og frá vinnu? Ég er að hjóla úr Salahverfi niður í Borgartún. Gaman að takast á við snjóinn.
kv
Björn http://hjoladagbokbhb.blogspot.com/
Sæll Björn, jú ég hef verið að fylgjast með blogginu þínu. Finnst gaman hvað þú ert duglegur að setja inn færslur.
Ég hjóla eftir stígnum við Sæbraut, svona ofast allavega, frá Sundunum og niður í miðbæ.
Einhverntíman reyndi ég að setja inn athugasemd við færslu hjá þér en lenti í vandræðum sem ég man ekki lengur hver voru. Ég ætla að prófa aftur.
Skrifa ummæli