3. nóvember 2010

Hjólafréttir - Vetrarklæðnaður

Nú er farið að verða ansi kalt. Hitastigið undir frostmarki og norðanvindurinn blæs. Mér finnst ótrúlegt hvað ég finn lítið fyrir kuldanum á leiðinni í vinnuna. Mér var örlítið kalt á fingrunum fyrri part leiðarinna, en það er af því að ég gleymdi að taka vettlingana sem Eyrún heklaði handa mér og ég hef utan yfir fingravettlingana þegar veðrið er svona kalt.
Svo beit aðeins í kinnarnar.
En svona er ég klædd á hjólinu:
Gallabuxur og regn-/útivistarbuxur frá Didrikson utan yfir. Svo er ég í bómullarbol , lopapeysu og með hálsklút út bómull og utan yfir það er regn-/útivistarjakki frá Didrikson.
Á höfðinu hef ég buff sem ég fékk í kvennahlaupinu í vor og svo hjálm þar yfir.
Ég er ekki enn komin í vetrarbúninginn á fótunum og er í sumarskónum og í bómullarsokkum en ég finn enn ekki fyrir kulda á tánum, sem mér finnst frekar skrítið því skórnir eru hálf opnir.
Fingurnir eru svo huldir með fingravettlingum úr ull og þegar svona kalt er set ég yfir þá vettlingana frá Eyrúnu, sem þó gleymdust í morgun.
Það er talað um að maður eigi ekki að vera í bómull næst sér því hún dregur í sig bleytu eins og svita og það er alveg rétt og ef ég færi lengri leið þyrfti ég að breyta þeim fatnaði en bolurinn virkar vel þessar 20 mín sem tekur mig að komast til og frá vinnu.

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...