Keypti mér hjól í gær. Ekki það að mig vanti hjól, heldur var það þannig að ég álpaðist inn á barnaland.is og fór að skoða hjól til sölu og rakst á þetta hjól.
Það er eitthvað svo rómantískt, einhver stemming við það sem heillaði mig og nokkrum klukkutímum seinna var það mitt :)
Þetta er Kalkhoff hjól, þriggja gíra með ljósi bæði að framan og að aftan (knúið með rafal), svo eru fótbremsur og handbremsa að framan, fram og aftur bretti, standari, innbyggður lás, bjalla, keðjuhlíf og bögglaberi. Hjólið er mjög vel farið og mig grunar að flest á því sé upprunalegt. Það er aðeins farið að ryðga, en ekki mikið samt. Dekkin eru orðin svolítið lúin en slöngurnar halda lofti (ég fékk nýjan ventil í annað dekki hjá Erninum þar sem sá sem fyrir var hélt ekki lofti).
Mér þætti gaman að vita hversu gamalt það er. Með hjólinu fylgdi viðgerðarbox sem einhverntíman hefur verið fast undir hnakknum en festingin er týnd og boxið aðeins brotið. En í því eru viðgerðaráhöld; sexkantur og fleira sem þarf til ásamt litlum bæklingi sem óskar mér til hamingju með nýja Kalkhoff hjólið mitt (Herzlichen Gluckwunsch! Sie haben mit diesem NEUE KALKHOFF).
Þetta er ekki hjól til að fara í langferðir á eða lengri hjólatúra. En í styttri ferðir innanbæjar, t.d. að skjótast í búðina eða eitthvað þannig þá er það mjög fínt (svo ekki sé minnst á flott!). Nú vantar mig bara hrikalega sæta bastkörfu framan á hjólið og þá er það fullkomið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Ooooo þetta er æðislegt Bjarney, alveg eins og hjólin í Danmörku, bara ekki hægt að hjóla á þeim. En rómantísk eru þau og það ert þú greinilega líka.
Þú getur farið inná hjolasprettur.is þeir eru með umboð fyrir Kalkoff hjól.
Til hamingju með nýja hjólið og endilega fáðu þér körfu á það eins og konurnar í DK eru með og svo setur þú blómvönd í . Sumir eru með geviblóm í körfunni:-)
Skrifa ummæli