Hljóp 5 km í Víðavangshlaupi ÍR. Gekk mjög vel og er virkilega sátt við árangurinn. Taldi mig fyrirfram ekki vera nógu vel undirbúna undir hlaupið en ég hef svolítið verið að skokka undan farnar vikur en lengst 3 km. En svo var ég bara svona vel stemmd þegar ég kom á staðinn.
Byrjaði á því að hjóla niður í bæ og þar hitti ég pabba sem hljóp líka. Svo var hlaupið ræst og ég var ákveðin í því að fara þetta bara rólega. Fljótlega fann ég takt sem hentaði mér vel og mér leið vel allt hlaupið. Náði meira að segja svolitlum endaspretti. Hlakka til að hlaupa meira í sumar.
19. apríl 2012
13. apríl 2012
Safnhaugur, fyrsta uppskera.
Vorið 2010 smíðuðum við okkur safnhaug (sjá hér). Og í gær sigtaði ég fyrstu uppskeruna úr þessu safnhaug og fékk heilar12 hjólbörur af gæða mold sem mun fara í beðin okkar og næra plöntur þar.
Ég fékk þetta fína sigti í fertugs afmælisgjöf, en það er hannað og smíðað af Sigurði Grétari og er þvílík snilld.
Ég fékk þetta fína sigti í fertugs afmælisgjöf, en það er hannað og smíðað af Sigurði Grétari og er þvílík snilld.
6. apríl 2012
Sumardekkin komin undir hjólið
Það kom svo sem ekki til af góðu. Þegar ég hjólaði heim úr vinnunni á miðvikudag (daginn fyrir páskafrí) þá var hjólið eitthvað skrítið að aftan. Titraði og var bara undarlegt. Ég stoppaði til að athuga hvort ég sæi eitthvað athugavert sem ég gerði ekki, en þegar ég var loksins komin heim (ég þorði ekki annað en að hjóla rólega meðan ég vissi ekki hvað var að) þá var það ljóst að ég var með sprungið afturdekk. Það hafði bara lekið mjög hægt úr dekkinu.
Svo í gær (Skírdag) fór ég í að setja bót á slönguna og skoða dekkið því mig grunaði að glerbrot væri ástæðan fyrir loftleysinu (fann ekki glerbrot). Og ég setti 5. bótina á slönguna og lofaði mér því að kaupa nýja slöngu og setja í stað þeirrar gömlu næst (sem ég er nokkuð viss um að ég sagði líka þegar ég setti bót nr. 4 á slönguna). En þegar loftinu var pumpað aftur í slönguna kom í ljós að henni var ekki viðbjargandi lengur því loft lak líka meðfram ventlinum.
Jæja, þá var ekkert annað að gera en að fara í búð og kaupa nýja slöngu. Ég passaði að hafa rétta stærð og keypti 2 slöngur (þó slangan í framdekkinu sé nýrri og ekki með bótum á þá er alltaf gott að eiga auka slöngu). En þegar átti að setja slönguna í gjörðina kom í ljós að ég hafði gert þau mistök að kaupa slöngu með bílaventli, en sú gamla var með frönskum ventli sem er mikið grennri svo nýja slangan passaði ekki í gjörðina. Og þá var aftur brunað í búð og rétt slanga keypt. Og eftir allt þetta vesen ákvað ég að best væri að setja sumardekkinn strax undir í stað nagladekkjanna og losna við vinnuna að taka dekkin undan aftur og allt það sem fylgir að skipta um dekk.
Svo núna er ég komin á sumardekkin og eins gott að veðrið hagi sér og hitinn haldi sig réttu megin við frostmarkið.
Svo í gær (Skírdag) fór ég í að setja bót á slönguna og skoða dekkið því mig grunaði að glerbrot væri ástæðan fyrir loftleysinu (fann ekki glerbrot). Og ég setti 5. bótina á slönguna og lofaði mér því að kaupa nýja slöngu og setja í stað þeirrar gömlu næst (sem ég er nokkuð viss um að ég sagði líka þegar ég setti bót nr. 4 á slönguna). En þegar loftinu var pumpað aftur í slönguna kom í ljós að henni var ekki viðbjargandi lengur því loft lak líka meðfram ventlinum.
Jæja, þá var ekkert annað að gera en að fara í búð og kaupa nýja slöngu. Ég passaði að hafa rétta stærð og keypti 2 slöngur (þó slangan í framdekkinu sé nýrri og ekki með bótum á þá er alltaf gott að eiga auka slöngu). En þegar átti að setja slönguna í gjörðina kom í ljós að ég hafði gert þau mistök að kaupa slöngu með bílaventli, en sú gamla var með frönskum ventli sem er mikið grennri svo nýja slangan passaði ekki í gjörðina. Og þá var aftur brunað í búð og rétt slanga keypt. Og eftir allt þetta vesen ákvað ég að best væri að setja sumardekkinn strax undir í stað nagladekkjanna og losna við vinnuna að taka dekkin undan aftur og allt það sem fylgir að skipta um dekk.
Svo núna er ég komin á sumardekkin og eins gott að veðrið hagi sér og hitinn haldi sig réttu megin við frostmarkið.
1. apríl 2012
Undur lífins, fræ verða að plöntum.
Mánudaginn 26. mars setti ég fræ í mold. Það voru fræ af spergilkáli, gulrótum (er að prófa aðferð sem útskýrð er í einni gróðurbók sem ég á), baunum og svo 3 tegundir af sumarblómum.
Strax 29.mars fór svo að sjást í fyrstu sprotana koma upp úr moldinni og í dag eru komnar plöntur hjá spergilkálinu, tveimur blómategundum og baununum (þó þær séu enn á byrjunarstigi).
Og þá er komið vandamál. Hvað á að gera við plönturnar því herbergishitinn er of mikill, æskilegur hiti er 10°c skv. þeim bókum sem ég hef lesið mér til í. Svo ég prófaði að henda þeim upp á háaloft beint undir þakgluggann. Þar er kjör hitastig, en ekki alveg eins víst að birtan sé nægilega mikil.
Mér finnst alltaf jafn spennandi þegar plönturnar fara að gægjast upp úr moldinni og geri mikið af því að benda öðrum fjölskyldumeðlumum á þetta undur.
Myndin er af spergilkálinu.
Strax 29.mars fór svo að sjást í fyrstu sprotana koma upp úr moldinni og í dag eru komnar plöntur hjá spergilkálinu, tveimur blómategundum og baununum (þó þær séu enn á byrjunarstigi).
Og þá er komið vandamál. Hvað á að gera við plönturnar því herbergishitinn er of mikill, æskilegur hiti er 10°c skv. þeim bókum sem ég hef lesið mér til í. Svo ég prófaði að henda þeim upp á háaloft beint undir þakgluggann. Þar er kjör hitastig, en ekki alveg eins víst að birtan sé nægilega mikil.
Mér finnst alltaf jafn spennandi þegar plönturnar fara að gægjast upp úr moldinni og geri mikið af því að benda öðrum fjölskyldumeðlumum á þetta undur.
Myndin er af spergilkálinu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...