9. maí 2012

Hjólað í vinnuna hófst í dag.

Það leit ekki vel út í gærkvöld þegar byrjaði að snjóa og í morgun var grasið í garðinum enn hvítt af snjó en göturnar auðar.  Svo mér fannst spennandi að vita hvort ég sæi fleiri á hjóli þennan morguninn og hvort veðrið fældi fólk frá því að hjóla.

Það byrjaði ekki vel og ég sá engan á hjóli fyrr en ég var komin yfir Sæbrautina við Langholtsveg (á góðum degi er ég oft komin með 3 til 4 á þeim stað).  En strax þar á eftir komu þeir í ljós bæði karlar og konur.  Talan fór að lokum upp í 24 sem er fjöldamet á þessari leið á þessu ári.
Reyndar er þetta ekki fjöldamet ársins því þann 30. mars hjólaði ég Fossvogsdalinn (þetta var þegar hitabylgjan var og veðrið var með eindæmum gott) og þann morguninn sá ég 25 á hjóli.

Ég hef sjálf aðeins tvisvar tekið þátt í átakinu (þ.e. skráð mig til þátttöku, ég hjóla alltaf til og frá vinnu og er ekkert að fara að hætta því), en það eru ýmsar ástæður fyrir því sem óþarft er að telja upp hér.

Að lokum við ég minna fólk á að fara eftir umferðarreglum, horfa fram fyrir sig (ekki bara niður á götuna), muna að það er hægri umferð á landinu okkar og við förum eftir því á stígunum þegar við mætumst og ekki gleyma að hafa gaman að því að hjóla.

Gleðilegt hjólasumar!

Hér er slóðin á átakið hjólað í vinnuna.

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...