Veturinn hefur verið einstaklega mildur hér á suðversturhorni landsins, þar til í dag. Fyrir utan nokkuð hvassan vind (vorum í því að elta plöturnar úr gróðurhúsinu þangað til okkur datt loksins í hug að bíða með að setja þær í húsið aftur) þá hefur varla sést snjór þennan vetur. En nú í morgun þegar við vöknuðum var allt orðið hvítt og blindbylur úti.
Ég skildi hjólið eftir heima og tók strætó í vinnuna. Myndin hér að ofan er fengin af vef vegagerðarinnar, ég tók mynd af henni því það er ekki oft sem svo til allir vegir til og frá höfuðborginni eru ófærir í einu.
Elías tók þessa mynd af bílnum þegar hann var mættur í vinnuna í morgun. Hann sagði að það hefði frosið jafnóðum á framrúðunni og þurrkurnar varla haft við út af því.
Það er samt eitthvað pínu heillandi við svona óveður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli