28. maí 2013

"Hjólað eftir Sæbraut dagurinn"

Held að ég hafi misst af tilkynningu um "hjólað eftir Sæbraut morguninn" sem greinilega er í dag.
Sá hvorki fleiri né færri en 39 á hjóli í morgun og það er 44% aukning frá síðasta fjöldameti frá 14 . maí en þá sá ég 27.
Veðrið í morgun var yndislegt, bjart yfir, lítill vindur og hitastigið einhversstaðar á milli 5 og 10°C en svo hlýtt hefur ekki verið lengi að morgni til.

Svo er bara að sjá hvort þetta met verði slegið í ár þar sem að í dag er síðasti dagur átaksins "Hjólað í vinnuna".  Ég hef ekki tekið þátt í þeirri keppni í nokkur ár þar sem vinnuaðstæður eru frekar óheppilegar (fer ekki nánar út í það).  En það stoppar mig ekki frá því að hjóla og hafa gaman að sjá allan þann fjölda sem ákveður að nýta hjólið sem fararskjóta meðan átakið stendur yfir sem og aðra daga.

Taflan sýnir meðaltal þeirra sem ég sé á hjóli á leið minni til vinnu á morgnana.  Þetta er eitthvað sem ég hef vanið mig á að telja og af því ég hef ótrúlega gaman að tölfræði þá fór ég að skrá þetta niður hjá mér.  Ég litaði maí gulan af því þá er átakið í gangi og þá sést glögglega að það er mikil fjölgun hjólandi milli apríl og maí, sem dettur svo aðeins niður í júní en það er líka af því að menn eru farnir að fara í sumarfrí á þeim tíma.  Ég leyfði maí tölunni fyrir 2013 að fljóta með þótt maí sé ekki liðinn (enn 3 virkir morgnar eftir) og talan gæti hugsanlega breyst.

1 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Og í morgun (29.5.2013) sá ér 35! Þetta er bara ótrúlegt. Eins og menn hafi allt í einu uppgötvað hvað það er gott að hjóla meðfram Sæbraut á morgnana.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...