16. júlí 2013

Hjólaferð um Reykjanes, 13. júlí 2013

Hringurinn endurtekinn frá árinu 2010.  Vorum aðeins færri á ferð núna og veðrið kannski ekki alveg eins gleðilegt, en gaman var nú engu að síður.  Það rigndi ekki á okkur svo nokkru nam nema á síðasta spottanum frá Garði í Keflavík en allir voru vel klæddir og undirbúnir fyrir slíkt svo það kom ekki að sök.  Hér eru fræknu hjólagarparnir
Eins og síðast lögðum við af stað frá Duushúsum í Keflavík og hjóluðum þaðan í Sandgerði þar sem við snæddum nesti og skoðuðum áhugavert safn sem þar er.  Síðan var hjólað að Garðskagavita þar sem aftur var smá stopp og síðan aftur að Duushúsum.  Leiðin er samtalst um 27 km og að mestu á jafnsléttu þ.e. einungis eru aflíðandi brekkur.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...