Hjólaði samtals 318 km í mánuðinum. Þar af 205 til og frá vinnu og 113 í annarskonar erindi. Á árinu hef ég hjólað samtals 1.689 km.
Tók mér einn orlofsdag en hjólaði alla hina 18 vinnudagana.
Sá að meðaltali 17 á hjóli á dag til vinnu og 18 á heimleiðinni. Mest taldi ég 35 á leið til vinnu (25. júní) og 41 á heimleiðinni (24. júní). Og fæst voru það 3 á leið til vinnu (rigning og rok) og 5 á heimleið sama dag (18. júní).
Hjólateljari var settur upp við Suðurlandsbraut og hef ég núna hjólað 3x framhjá honum. Ég og Hrund vorum samferða í vinnuna 2x í síðustu viku og fórum þá í fyrsta skipti framhjá teljaranum (gerðum okkur smá útúrdúr til þess). Morguninn eftir fórum við aftur framhjá teljaranum og vorum samsíða, þá tald hann okkur sem einn hjólara (borgar sig ekki að hjóla hlið við hlið fram hjá honum). Á heimleiðinni gleymdum við að fylgjast með hjólateljaranum þegar við fórum fram hjá honum þar sem við vorum á kafi í skemmtilegum samræðum.
1. júlí 2013
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli