Í mánuðinum hjólaði ég samtals 190 km, þar af 116 km til og frá vinnu og 74 km annað.
Hjólaði 13 af 21 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, tók mér viku frí í byrjun mánaðarins og svo var einn dagur sem ég hjólaði ekki vegna veðurs (þ.e. skildi hjólið eftir í vinnuni (16. des) og var því augljóslega ekki að hjóla í vinnuna daginn eftir, enda var færðin ekki beint spennandi eftir mikla snjókomu og óveður og svo var ég í fríi á aðfangadag og gamlársdag. En seinnipart þess 17. hjólaði ég heim og var þá búið að hreinsa stígana nokkuð vel þó gatnamót væri felst ill fær og ég þurfti að stíga af hjólinu og teyma yfir.
Sá að meðaltali 3 á hjóli á dag til vinnu og 6 á heimleið. Mest taldi ég 6 til vinnu og 11 á heimleiðinni. Hjólaði svo til allan mánuðinn niður Álfheimana, eftir Suðurlandsbraut og svo Laugaveg. Sá stígur er í forgangi og var nokkuð vel hreinsaður af snjónum plús það að stór hluti af nýja hjólastígnum frá Kringlumýrarbraut og að Fíladelfíu er upphitaður.
Viðbót 6.1.2015.
Fékk póst frá endomondo og svona lítur mánuðurinn minn út frá þeirra bæjardyrum:
31. desember 2014
30. desember 2014
Hjólateljarinn farinn að telja aftur!
Í gær (eftir rigningu og hita um nóttina) var klakinn loksins farinn að gefa sig yfir stígnum hjá hjólateljaranum og hann er farinn að telja hjólreiðamenn aftur. En hann hefur ekki talið hjólandi síðan 9. desember, hafi eitthvað verið talið á tímabilinu þá eru það snjóruðningstæki.
Á leiðinni heim í gær var ég nr. 21 og í morgun var ég nr. 7. Ég hef hjólað framhjá teljaranum svo til allan desember út af snjónum en sú leið er best hreinsuð og svo tekur við upphitaður stígur sem er mikill lúxus.
Á leiðinni heim í gær var ég nr. 21 og í morgun var ég nr. 7. Ég hef hjólað framhjá teljaranum svo til allan desember út af snjónum en sú leið er best hreinsuð og svo tekur við upphitaður stígur sem er mikill lúxus.
17. desember 2014
Hjólafréttir eftir ófærð gærdagsins
Hjólaði heim eftir vinnu áðan. Í gær skildi ég hjólið eftir í vinnunni og tók strætó en töluverð ófærð var á höfuðborgarsvæðinu og ég ákvað að vera ekkert að reyna að puða heim á hjólinu.
En eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að hjóla heim núna og sé ekki eftir því.
Stígarnir nokkuð vel ruddir miðað við aðstæður en öll gatnamót illfær. Ég tók því bara rólega, steig af hjólinu og leiddi það yfir erfiðustu partana. Var rúmar hálftíma á leiðinni en er vel sátt við það.
Stoppaði á leiðinni og tók þessa mynd, Laugardalurinn vinstra megin og Suðurlandsbraut hægra megin.
En eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að hjóla heim núna og sé ekki eftir því.
Stígarnir nokkuð vel ruddir miðað við aðstæður en öll gatnamót illfær. Ég tók því bara rólega, steig af hjólinu og leiddi það yfir erfiðustu partana. Var rúmar hálftíma á leiðinni en er vel sátt við það.
Stoppaði á leiðinni og tók þessa mynd, Laugardalurinn vinstra megin og Suðurlandsbraut hægra megin.
16. desember 2014
13. desember 2014
Hjólafréttir
Hjólaði heim eftir Sæbrautinni í gær (föstudag). Hef ekki farið þá leið síðan á mánudagsmorgun vegna ótíðar í veðri en þá hef ég valið að fara leið sem er ekki við opið hafið. Það er greinilegt að sjórinn hefur verið með læti í vikunni því svona var stígurinn fyrir neðan gatnamótin Sæbraut-Kringlumýrarbraut.
Lenti í því á fimmtudaginn þegar ég hjólaði heim að hjólið rann undan mér á svellbunka. Þetta kom mér verulega á óvart því ég hef hingað til getað treyst nagladekkjunum svo til 100%, aðeins í saltpækilsslabbi í húsagötum hef ég upplifað að missa stjórn á hjólinu og forðast því slíkar aðstæður.
Ég var sem betur fer ekki á mikill ferð, var að lúsast niður Smiðjustíginn og þá finnst mér að afturhjólið fari að halla og ég ræð ekki neitt við neitt og enda í götunni. Kenndi mér ekki meins enda gerðist þetta frekar rólega. En hinsvegar minnkaði traustið á nagladekkjunum og mér finnst ég vera óöruggari á þeim en áður. Vonandi kemst ég fljótt yfir þá tilfinningu því þessi 6 ár (ef ég man rétt) sem ég hef verið að hjóla á veturnar þá hef ég ekki lent í vandæðum og alltaf fundist ég öruggari á hjólinu en á bílnum eða gangandi.
11. desember 2014
Engin annar að hjóla?
Í annað skiptið á þessu ári sé ég engan annan á hjóli á leið minni til vinnu. Það kom mér verulega á óvart í morgun því veðrið í dag er mun skaplegra en í gær, en þá sá ég 4 aðra á hjóli.
Þetta gerðist síðast þann 26. mars 2014 en þá hafði veðurstofan spáð stormi en mér hefur engu að síður fundist veðrið ekki nógu fráhrindandi til að sleppa því að hjóla.
Enn virkar hjólateljarinn ekki. Hann sagðist hafa talið 6 í morgun, en ég geri ráð fyrir því að það séu snjómoksturstæki en ekki hjól því ekki taldi hann mig. Finnst leiðinlegast að búið er að loka fyrir hugmyndir inni á "Betri Reykjavík" því það væri tilvalið að annaðvhort setja hita í stiginn við teljarann eða færa teljarann þangað sem hiti er nú þegar í stígnum.
Þetta gerðist síðast þann 26. mars 2014 en þá hafði veðurstofan spáð stormi en mér hefur engu að síður fundist veðrið ekki nógu fráhrindandi til að sleppa því að hjóla.
Enn virkar hjólateljarinn ekki. Hann sagðist hafa talið 6 í morgun, en ég geri ráð fyrir því að það séu snjómoksturstæki en ekki hjól því ekki taldi hann mig. Finnst leiðinlegast að búið er að loka fyrir hugmyndir inni á "Betri Reykjavík" því það væri tilvalið að annaðvhort setja hita í stiginn við teljarann eða færa teljarann þangað sem hiti er nú þegar í stígnum.
10. desember 2014
Brjálað veður
Töluverður mótvindur á leiðinni í vinnuna í morgun.
Var samt ekki nema 5 mínútum lengur á leiðinni í gær, sem kom mér á óvart því ég fór ansi hægt yfir á köflum þar sem vindhviðurnar voru hressilegar. Ég hef ekki svo ég man eftir farið niður í svona lágan gír á leiðinni til vinnu áður.
Svona er maður svo rauður í framan þegar komið er til vinnu. En verð samt að segja að það er ótrúlega gaman að takast á við veðrið og sjálfan sig. Færðin að öðru leiti góð, stígar vel skafðir og meira að segja helstu gatnamótin líka.
9. desember 2014
Gatnamót og snjóhreinsun
Get ekki sagt annað en að ég sé nokkuð ánægð með snjóhreinsunina það sem af er vetri. Það hefur nokkuð snjóað í viku eða svo og það sem ég hef þurft að fara hef ég vel komist. Á facebook hafa menn líka verið duglegir að hrósa Reykjavíkurborg fyrir snjóhreinsunina, þó auðvitað sé alltaf hægt að gera betur.
Á sunnudaginn síðasta hjólaði ég í messu í Dómkirkjunni og þá var færðin allstaðar góð nema á gatnamótum, þau voru almennt illa skafin og erfið yfirferðar. Þurfti allt of oft að fara af hjólinu og teyma það yfir götuna. En nú í morgun hjólaði ég í vinnuna (sjá mynd af leið). Þá var erfiðast, eins og svo oft áður, að komast út götuna heima og upp á Langholtsveg þar sem ég þóttist nokkuð viss um að búið væri að skafa - og það reyndist rétt hjá mér. Nú hef ég nýlega uppgötvað að á Borgarvefsjá er hægt að sjá "lifandi gögn" sem sýna hvar búið er að skafa (valið annaðhvort stígar eða götur) og ég skoðaði það vel og vandlega í morgun, en mér til mikillar armæðu var skv. því ekkert búið að skafa neina stíga nema í úthverfum borgarinnar. En ég ákvað að þetta hlyti að vera vitleysa (sem það var).
Allavega þá var færðin bara nokkuð góð alla leið eftir að ég var komin upp á Langholtsveginn, meira að segja gatnamót voru nokkuð hrein og þokkalega fær (þurfti ekki að stíga af hjólinu sem er mikill kostur).
Gatnamót Laugavegur/Suðurlandsbraut-Kringlumýrarbraut. Mynd tekin sunnudaginn 7. des. Allt annað að fara þarna um í morgun.
Á sunnudaginn síðasta hjólaði ég í messu í Dómkirkjunni og þá var færðin allstaðar góð nema á gatnamótum, þau voru almennt illa skafin og erfið yfirferðar. Þurfti allt of oft að fara af hjólinu og teyma það yfir götuna. En nú í morgun hjólaði ég í vinnuna (sjá mynd af leið). Þá var erfiðast, eins og svo oft áður, að komast út götuna heima og upp á Langholtsveg þar sem ég þóttist nokkuð viss um að búið væri að skafa - og það reyndist rétt hjá mér. Nú hef ég nýlega uppgötvað að á Borgarvefsjá er hægt að sjá "lifandi gögn" sem sýna hvar búið er að skafa (valið annaðhvort stígar eða götur) og ég skoðaði það vel og vandlega í morgun, en mér til mikillar armæðu var skv. því ekkert búið að skafa neina stíga nema í úthverfum borgarinnar. En ég ákvað að þetta hlyti að vera vitleysa (sem það var).
Allavega þá var færðin bara nokkuð góð alla leið eftir að ég var komin upp á Langholtsveginn, meira að segja gatnamót voru nokkuð hrein og þokkalega fær (þurfti ekki að stíga af hjólinu sem er mikill kostur).
Gatnamót Laugavegur/Suðurlandsbraut-Kringlumýrarbraut. Mynd tekin sunnudaginn 7. des. Allt annað að fara þarna um í morgun.
Leiðin sem ég hjólaði í morgun. Var 23 mín. á leiðinni sem er bara mjög svipað og venjulega (er yfirleitt rétt undir 20 mín á góðum degi, en þá fer ég reyndar örlítið lengri leið).
Skjámynd af Borgarvefsjánni í morgun kl. 8. Kortið sýnir gögn sem eru 2 klst. eða yngri. Rauðu strikin eiga að sýna þar sem búið er að skafa, en í þetta skiptið var ekki alveg að marka kortið, vona að það sé undantekning því svona kort sem virkar getur hjálpað manni mikið við að velja bestu leiðina þegar færðin er ekki upp á sitt besta.
Ps. hjólateljarinn við Suðurlandsbraut er ekki að virka. Hann stóð í 8 þegar ég fór framhjá honum í gær á leiðinni heim (um kl. 16:15) og gerði það enn í morgun. Í gær voru 2 á hjóli á undan mér og hann taldi allavega ekki mig og þann sem vær næst á undan mér og í morgun var einn á undan mér sem greinilega var ekki talinn heldur.
4. desember 2014
Hjólatúr í góða og fallega veðrinu.
Er í fríi þessa vikuna og missti þess vegna af því að hjóla í vinnuna í morgun. En veðrið var einstaklega fallegt í dag, snjór yfir öllu, sólin skein og varla hreyfði vind. Ákvað því að fara út í hjólatúr. Leiðin lá upp í Grafarvog. Myndinrnar ná enganvegin að fanga fegurðina, þó þær geri sitt besta. Fyrsta myndin er tekin í Barðavoginum.
Búið var að skafa alla stíga sem ég fór um og almennt var það vel gert. Einstaka stígamót voru þó þannig að hraukar voru skildir eftir þvert yfir stíginn (sjá mynd hér að neðan). Næstu tvær myndir sína stígana við nýju brýrnar yfir Geirsnef, þar voru bæði hjóla- og göngustígar skafðir en aðeins göngustígurinn sandaður. Held að flestir sem ferðast á hjóli séu sáttir við þann háttinn.Í sumar var gerð breyting á aðkomu að Gullinbrú þar sem beygjan var færð utar, til mikilla bóta. Enn er þó blindhorn en bæði er varað við því með skiltum og það er ekki eins svakalegt og það var.
Hér er dæmi um stígamót þar sem samskeitin eru ekki hreinsuð og það er ekki nógu gott.
Tveir hrafnar sátu upp á staur og stungu saman nefjum.
Hér ríkir fegurðin ein. Fór hér um stíga sem ég hef ekki farið um áður og það er alltaf gaman að prófa nýjar leiðir.
Svolítið skrítið að koma aftur að umferðagötunni Sæbraut eftir að hafa hjólað eftir stígum sem lágu frá götunum. Skrapp svo í fiskibúðina á heimleiðinni að kaupa í soðið.
Hér má sjá leiðina sem ég fór.
2. desember 2014
Heimsókn í Kópavoginn
Er í fríi þessa vikuna og skrapp í heimsókn og hádegismat til foreldranna í Kópavogi. Fékk þessi líka fínu svið og fleira góðgæti. Við mamma kíktum svo í hannyrðaverslanir, eina í Hamraborg og aðra á Nýbýlavegi báðar virkilega notarlegar.
1. desember 2014
Hjólaði í nóvember 2014
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 306 km (ath endomondo segir 310km), þar af 208 km til og frá vinnu og 98 km annað.
Hjólaði 19 af 20 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, daginn sem ég hjólaði ekki hélt ég að það væri leiðinda veður en svo var það alls ekki svo slæmt og ég sá strax eftir því að hafa skilið hjólið eftir heima. Ég hef notað www.belgingur.is nokkuð til að fylgjast með veðri og vindum og það hefur yfirleitt reynst mér vel, en bara ekki þennan umrædda dag. En belgingur reynist alltaf vel til að átta sig á vindátt og hef ég valið mér leið til vinnu svolítið eftir því. En í nóvember hef ég næstum alla daga haft meðvind í vinnuna.
Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til vinnu og 11 á heimleið. Mest taldi ég 12 til vinnu og 26 á heimleiðinni. Nóvember hefur verið óvenju hlýr þetta árið og ég verið á sumarhjólinu flesta daga.
Hjólaði 19 af 20 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, daginn sem ég hjólaði ekki hélt ég að það væri leiðinda veður en svo var það alls ekki svo slæmt og ég sá strax eftir því að hafa skilið hjólið eftir heima. Ég hef notað www.belgingur.is nokkuð til að fylgjast með veðri og vindum og það hefur yfirleitt reynst mér vel, en bara ekki þennan umrædda dag. En belgingur reynist alltaf vel til að átta sig á vindátt og hef ég valið mér leið til vinnu svolítið eftir því. En í nóvember hef ég næstum alla daga haft meðvind í vinnuna.
Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til vinnu og 11 á heimleið. Mest taldi ég 12 til vinnu og 26 á heimleiðinni. Nóvember hefur verið óvenju hlýr þetta árið og ég verið á sumarhjólinu flesta daga.
Hér er línuritið mitt yfir talningu á hjólreiðamönnum borið saman milli ára. Nú vantar bara desember. Ljósbláa línan er árið í ár. Hlakka til að sjá hvernig árið verður í heild.
Og að lokum þá er hér það sem endomondo sendi mér í tölvupósti:
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...