4. desember 2014

Hjólatúr í góða og fallega veðrinu.

Er í fríi þessa vikuna og missti þess vegna af því að hjóla í vinnuna í morgun.  En veðrið var einstaklega fallegt í dag, snjór yfir öllu, sólin skein og varla hreyfði vind.  Ákvað því að fara út í hjólatúr.  Leiðin lá upp  í Grafarvog.  Myndinrnar ná enganvegin að fanga fegurðina, þó þær geri sitt besta.  Fyrsta myndin er tekin í Barðavoginum.
 Búið var að skafa alla stíga sem ég fór um og almennt var það vel gert.  Einstaka stígamót voru þó þannig að hraukar voru skildir eftir þvert yfir stíginn (sjá mynd hér að neðan).  Næstu tvær myndir sína stígana við nýju brýrnar yfir Geirsnef, þar voru bæði hjóla- og göngustígar skafðir en aðeins göngustígurinn sandaður.  Held að flestir sem ferðast á hjóli séu sáttir við þann háttinn.


 Í sumar var gerð breyting á aðkomu að Gullinbrú þar sem beygjan var færð utar, til mikilla bóta.  Enn er þó blindhorn en bæði er varað við því með skiltum og það er ekki eins svakalegt og það var.


 Hér er dæmi um stígamót þar sem samskeitin eru ekki hreinsuð og það er ekki nógu gott.
 Tveir hrafnar sátu upp á staur og stungu saman nefjum.

 Hér ríkir fegurðin ein.  Fór hér um stíga sem ég hef ekki farið um áður og það er alltaf gaman að prófa nýjar leiðir.


 Svolítið skrítið að koma aftur að umferðagötunni Sæbraut eftir að hafa hjólað eftir stígum sem lágu frá götunum.  Skrapp svo í fiskibúðina á heimleiðinni að kaupa í soðið.
Hér má sjá leiðina sem ég fór.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...