1. desember 2014

Hjólaði í nóvember 2014

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 306 km (ath endomondo segir 310km), þar af 208 km til og frá vinnu og 98 km annað.  

Hjólaði 19 af 20 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, daginn sem ég hjólaði ekki hélt ég að það væri leiðinda veður en svo var það alls ekki svo slæmt og ég sá strax eftir því að hafa skilið hjólið eftir heima.  Ég hef notað www.belgingur.is  nokkuð til að fylgjast með veðri og vindum og það hefur yfirleitt reynst mér vel, en bara ekki þennan umrædda dag.  En belgingur reynist alltaf vel til að átta sig á vindátt og hef ég valið mér leið til vinnu svolítið eftir því.  En í nóvember hef ég næstum alla daga haft meðvind í vinnuna.

Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til vinnu og 11 á heimleið. Mest taldi ég 12 til vinnu og 26 á heimleiðinni.  Nóvember hefur verið óvenju hlýr þetta árið og ég verið á sumarhjólinu flesta daga.


Hér er línuritið mitt yfir talningu á hjólreiðamönnum borið saman milli ára.  Nú vantar bara desember.  Ljósbláa línan er árið í ár. Hlakka til að sjá hvernig árið verður í heild.

Og að lokum þá er hér það sem endomondo sendi mér í tölvupósti:



Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...