23. janúar 2015

Winter bike to work day 2015

Á síðunni samgönguhjólreiðar inni á Facebook var bent á þennan viðburð winter bike to work day 13. febrúar 2015.  Og ég ákvað að skrá mig, er hvort sem er að hjóla til vinnu (nema veðrið svíki).  Núna eru 28 búnir að skrá sig hér á Íslandi (sjá mynd) en ekki er ólíklegt að fleiri komi til með að skrá sig.

Þegar maður skráir sig þá er smá spurningalisti og svo áttu að skrifa hvað það er sem þú elskar við að hjóla á veturnar.  Þegar kortið er skoðað (sem ég tók mynd af) þá er hægt að smella á staði og, þysja inn og sjá hvað aðrir hafa skrifað sem ástæðu fyrir vetrarhjólreiðum.  Svolítið skemmtilegt, kíkið á síðuna http://winterbiketoworkday.org/.
Get samt ekki séð að maður eigi eitthvað að skrá sérstaklega það sem maður svo hjólar þann 13.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...