Tölulegar staðreyndir um túrinn.
Hér er ég komin úr Kópavoginum og á leið upp Álftaneshæðina. Þarna (til vinstri) er stígur sem var ekki kominn síðast þegar ég hjólaði þarna um, en þá fór maður inn í hverfið og á götuna. Þessi stígur er kærkominn. En jafnframt galli að það er ekkert útsýni af honum bara grænar girðingar sitthvoru megin.
Hér er ég í Garðabænum á göngubrú, en ég næ ekki að átta mig á því hvort myndin er tekin í átt að Hafnarfirði eða Kópavogi. Þarna var ég aðeins tínd og vissi ekki alveg hvaða leið ég átti að fara.
Þess vegna var mjög kærkomið að sjá þetta skilti sem sýnir göngu og hjólaleiðir á svæðinu.
Svo rakst ég á frænda minn Jón Bjarna, en hann var á leið til vinnu. Gaman að því.
Mig hefur lengi langað að hjóla þennan stíg. Hef horft á hann löngunar augum í hvert skipti sem ég hef ekið fram hjá honum í bíl (þetta er þar sem IKEA er bara hinumegin við veginn). Og loksins rættist sá draumur.
Kópavogur. Mjög svo kjánalegt að það er engin tenging yfir í stíginn sem er hinumegin við götuna. Greinilegt þó að margir fara þarna um þar sem kantsteinninn hefur látið verulega á sjá.