3. júní 2017

Hjólað í maí 2017

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 338 km, þar af 326 km til og frá vinnu og 12 km annað. 
Sá að meðaltali 21 aðra á hjóli á leið minni til vinnu en eins og á hverju ári þá er átakið "Hjólað í vinnuna"haldið í maí og maður sér verulegan mun á fjölda hjólandi um leið og átakið hefst 

Hjólaði 16 af 21 vinnudegi, 3 daga var ég í fríi og 2 var það mikið rok að ég ákvað að skilja hjólið eftir heima.

Það var mikið áfall þegar hjólinu mínu var stolið í byrjun mánaðarins (sjá eldri færslu). Ég hef fengið það bætt úr tryggingunum en er enn að melta það hvernig hjól ég fæ mér í staðin.  Mig langar mikið í fallegt borgarhjól aftur, en ég þarf að geta hjólað á þvi allan ársins hring og er hrædd við að vera á mjórri dekkjum á veturna. Hef notað hjól eiginmannsins á veturnar sem er trek-hjól á breiðum dekkjum.  Það hjól er orðið lúið og vil ætlum að losa okkur við það.  Hann keypti sér hinsvegar nýtt sumarhjól frá útlöndum (fallegt 6 gíra hjol) sem er á enn mjórri dekkjum en hjólið mitt var á (þessu sem var stolið) svo ekki get ég notað það í vetur.  Ég hingsvegar hjóla á því núna þar til ég tek ákvörðun um nýtt hjól handa mér.



Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...