17. september 2017

Flókin gatnamót

Þetta er leiðin sem ég hjóla þessa dagana til og frá vinnu.  Inn á kortið hef ég teiknað rauðan hring utan um þann stað á leiðinni sem mér finnst vera erfiðastur.  Það er af því að gatnamótin þarna eru flókin, ekki yfir Sæbrautina sjálfa (sem myndin er af hér fyrir ofan), þar eru komin ágætis ljós, heldur rétt þar fyrir neðan.


Þetta sést betur á þessari mynd hér fyrir neðan.  Ég hef teiknað inn örvar til að sýna bílaumferð sem maður verður að vera meðviðtaður um og fylgjast með, gleymdi reyndar að setja örvar fyrir þá sem fara beint. Einnig er töluverð umferð á hjólum sem líka þarf að taka með í reikninginn.  Bláa línan er sú sem ég hjóla.  Reyndar eru menn duglegir að stoppa og hleypa yfir, en ekki allir.  Gæti þessi staður orðið öruggari með því að setja hringtorg?  Ég er svo sem ekki mikill aðdáandi hringtorga, en veit um gatnamót sem hafa batnað töluvert með komu þeirra (hringtorgið hjá Glæsibæ), en kannski er aðeins of langt á milli Dugguvogar og Knarrarvogar til þess að það gangi upp, ég ætla ekki að þykast hafa vit á því.  Hingsvegar er þetta svæði varasamt eins og það er og mundi ég svo gjarnan vilja hafa það einhvernvegin öðruvísi.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...