4. september 2017

Og smá úr garðinum

Hef aðeins verið að breyta í garðinum.  Breytti undirstöðunum þar sem gróðurhúsið var í jarðarberjabeð, færði runna og fékk nýjar plöntur.

Hér var sem sagt áður gróðurhús en er nú jarðarberjabeð.  Setti niður hvítlauksrif fyrir aftan beðið eftir að hafa minnkarð hindberjarunnana.

Hér voru alparifsrunnar sem ég færði niður fyrir húsið og fékk fullt af spennandi plöntum í staðin  Allar eiga þær það sameiginlegt að falla á veturnar og vaxa upp á nýtt næsta sumar.  Þá getur nágranninn án samviskubits mokað snjónum úr innkeyrslunni yfir girðinguna hjá okkur í vetur.  Hlakka til að sjá hvernig þær koma undan vetrinum næsta sumar.


Og hér er alparifsið á nýja staðnum.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...