4. desember 2021

Hjólað í nóvember 2021

Hjólaði samtals 160 km í mánuðinum þar af 110 til og frá vinnu. Hjólaði 17 af 22 vinnudögum. Tók mér 3 daga í orlof og 2 veikindadaga.

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 7 á hjóli, 2 á hlaupahjóli og 12 gangandi.
Fjóldamet hjólandi í mánuðinum er 12 á hjóli en fæstir voru 3.

Heildar talning í mánuðinum var: 116 á hjóli, 40 á hlaupahjóli og 211 gangandi.

Og svona lítur hitakortið mitt út (sleppi slaufunni upp að Gljúfrasteini frá í sumar, hægt að sjá hana í fyrri færslum). En kortið hefur lítið breyst frá október þar sem ég hjóla mest alltaf sömu leiðina til og frá vinnu og svo í heimsókn til dóttur.


Það svo ánægjulegt að segja frá því breyting hefur orðið á snjóhreinsun á leiðinni sem ég fer frá því ég skrifaði þessa færslu 20. nóvember sl.: 

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Búturinn sem ég kvarta undna að sé undanskilinn snjóhreinsun hefur nú verið hreinsaður og fær sömu þjónustu og aðrar aðalleiðir. Mjög svo ánægjuleg breyting.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...