18. desember 2021

Hjólað fyrir jól

Desember hófst með kuldakasti. Fyrstu tvær vikurnar var snjór og frost. Svo fór að rigna og veðurspáin sýnir ekki annað en rigningu áfram og spáð er rauðum jólum.

Strava hefur tekið saman skráða hreyfingu á árinum sem er að líða og hér er niðustaðan úr því (tekið saman 17. desember 2021):


Eitthvað smá brot af þessu er labb, en hjólið er mitt aðal samgöngutæki og því er þetta mest hjólreiðar. Ég mun svo gera mína eigin samantekt þegar árið er liðið.

Strava bætti við möguleikanum að skrá hjólaferðina sem samgöngur (commute) á árinu og var ég fyrst voða dugleg að bæta því við, en þar sem svo til allar mínar ferðir eru samgöngur þá fannst mér of mikið vesen að vera alltaf að bæta því við. Vonandi getur maður í framtíðinni haft samgöngur sem aðalval og þá frekar merkt sérstaklega ef ferðin er ekki þannig. 

Hjólið fékk jólaskreytingu í gær. Aðal ástæðan fyrir því er að í vinnuni var efnt til jólaljósagöngu (jólaballið var fellt niður út af covid og úr varð mjög skemmtilegur göngutúr, fundum jólasveina og allt) við Hafravatn og við keyptum okkur rafhlöðudrifin jólaljós til að skreyta okkur með. 

Svo eftir gönguna fannst mér tilvalið að setja eina seríuna á hjólið. Nú eru þessi ljós ekki ætluð til útinotkunar, en ég pakkaði rafhlöðu pakkanum inn í plast og hjólið er ekki haft úti nema í þau skipti sem ég skrepp inn í búð eða slíkt. Vona að ljósin endist allavega fram að jólum. Ljósin virðast allavega kæta aðra vegfarendur því tveir einstaklingar, sem ég þekki ekki neitt, minntust á hvað hjólið væri fallegt og jólalegt og öll fórum við brosandi frá þeim samskiptum.


Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...