Veðurspáin fyrir daginn í dag er ekki skemmtileg. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir um landið, þó við hér á höfuðborgarsvæðinu sleppum við þær, eins og sjá má á þessari mynd frá Veðurstofunni:
22. janúar 2022
Hvenær er veðrið of vont til að hjóla?
1. janúar 2022
Nytjahjól - cargobike
Það brjálaðast og besta og skemmtilegasta sem ég gerði á þessu ári var að kaupa mér nytjahjól (sjá færslu um það hér).
Mikið hlakka ég til þegar ég get farið að nota það aftur. Keypti ekki nagladekk undir það, þó ég sé alvarlega að hugsa um það, svo hjólatúrar á því bíða þess að það sé örugglega engin hálka.
Ég skal viðurkenna að áður en ég fékk þetta hjól var ég með nokkra fordóma gagnvart rafmagnshjólum, fannst þau pínulítið svindl. En ég hef algjörlega læknast af því og sé hversu mikil snilld þau eru. Allt í einu geta allir hjólað. Brekkur og vindur hafa engin áhrif þegar þú getur nýtt mótorinnn til að fletja út brekkurnar og lægja vindinn (tilfinningin er þannig allavega).
Eini gallinn við þetta hjól sem ég keypti mér er að boxið tekur mest 60 kg, sem útilokar flesta fullorðna í að vera farþegar hjá mér. En hver veit, kannski í framtíðinni á ég eftir að uppfæra í hjól sem tekur meiri þyngd.
Hér eru nokkrar myndir af hjólinu, mér og uppáháldsferðafélaganum:
Hér er ég nýbúin að kaupa gripinn, sést kannski hversu hamingjusöm er ég er með hann.
Hjólaárið 2021 - tölfræðin.
Hjólaði samtals 2.566 km á árinu. Mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 1.397 km og 1.169 í aðrar ferðir.
En ég hjólaði 207 af 254 vinnudögum ársins. Af þessum 47 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru enginn vegna ófærðar eða veðurs (sem er aðeins óvenjulegt, venjulega eru 1-2 dagar í þeim flokki á ári), 13 vegna veikinda eða heimavinnu og restin er svo orlof eða aðrar ástæður.
2021 var fyrsta árið frá 2017 þar sem ég var í fastri vinnu utan heimilis og því hófst aftur talning á hjólandi og gangandi á morgnana á leið minni til vinnu. Einnig bætti ég við því að telja þá sem ferðast á hlaupahjóli/rafskútum sem er nýlegur ferðamáti í borginni.
Leiðin til og frá vinnu er styttri núna en hún var áður og er það aðal ástæðan fyrir styttri heildarvegalengd á þessu ári í samanburði við önnur ár.
Svona lítur árið 2021 í meðaltalstölum yfir þá sem ég sé á hjóli í hverjum mánuði. Línuritið er nokkuð klassískt. Tekur gott stökk í maí þegar átakið "Hjólað í vinnuna" stendur yfir. Eins er mjög algengt að línan fari upp í ágúst, en hún fer óvenju langt niður í júlí.
Hér er samanburður á talningu á hjólandi á árunum 2010 (fyrsta árið sem ég skrái tölurnar niður), 2015 og 2021.
Hér eru tölurnar í töflu:
Aðeins einu sinni gerðist það að ég sá engan annan á hjóli. Það var núna í desember, milli jóla og nýars og tel ég ástæðuna vera þá að margir tóku sér frí eða voru að vinna heima.
og síðan eru hér tafla og línurit sem sýnr meðaltal talningar eftir ferðamáta.
Það kom mér á óvart að sjá að hlaupahjólin duttu ekki alveg út í vetrarmánðunum.
Að lokum er svo hitakortið fyrir árið og samantekt frá Strava. Athugið að í vegalengdatölunni eru líka gönguferðir.
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...