22. janúar 2022

Hvenær er veðrið of vont til að hjóla?

Veðurspáin fyrir daginn í dag er ekki skemmtileg. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir um landið, þó við hér á höfuðborgarsvæðinu sleppum við þær, eins og sjá má á þessari mynd frá Veðurstofunni:


Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið hjómar svona í dag:


Ég nota líka vef vegagerðarinnar til að sjá hvernig vindarnir blása og hversu hressilega. Eins og sjá má á þessari mynd þá  getur slegið í hressilegar vindkviður:


Og þá vaknar spurningin, á ég að fara út að hjóla eða ekki? Ég fer næstum alla daga ársins út að hjóla. Á virkum dögum er það til og frá vinnu, en um helgar fer ég oftast einhvern smá hring. Það er svo gott að fá hreyfinguna og komast aðeins út úr húsi.
Mín reynsla er að veðrið er aldrei (sjaldnast) eins slæmt og það lítur út á veðurspám. Hér áður fyrr lét ég þessar upplýsingar stoppa mig, en núna fer ég oftast út þrátt fyrir spár og veðurútlit (get alltaf snúið við ef mér líst ekki á blikuna) og lang, lang oftast (og eiginlega alltaf) er veðrið ekki eins svakalegt og það lítur út á þessum síðum. 

Í dag valdi ég leiðina út frá vindátt. Fór hringinn rangsælis til þess að þegar ég hefði vindinn á fangið þá væri líka gróður og byggingar að draga úr vindinum fyrir mig. Og svo var ég með vindinn í bakið á opnari svæðum, eins og meðfram Miklubraut.



Að lokum eru hér nokkrar tölulegar upplýsingar um ferðina. Meðalhraði 13,6 km/klst sem er aðeins undir algengasta meðalhraða hjá mér.
Þetta var fínn túr og ég er ánægð með að hafa farið af stað.


Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...