4. júní 2022

Hitakort Strava (Strava heatmap)

Mér finnst þetta mjög sniðugt fyrirbæri og gaman að geta séð þetta kort. Hitakortið sýnir hvar notendur Strava hjóla. Því bjartari sem leiðin er því meira er hún hjóluð. Smelltu hér til að skoða kortið.

Hér getum við séð hvar er mikið hjólað og/eða hvar menn nota strava í evrópu:


Hér er svo litla landið mitt:


Og höfuðborgarsvæðið:


Og svona í lokin mitt persónulega hitakort. Ég byrjaði að nota Srava 1.12.2020:


Aðeins til útskýringar þá er ég ekki íþróttamaður og nota hjólið aðallega sem samgöngutæki, þó ég eigi það alveg til líka að fara í hjólatúra sem ekki hafa annan tilgang en að hjóla, en held mig almennt á stígum og innan bæjarmarka.

1. júní 2022

Hjólað í maí 2022

Hjólaði samtals 374 km í mánuðinum þar af 196 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins til vinnu. Aðeins 2 daga þessar mánaðar fór ég ekkert á hjólið.  

Hjólaði 113 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 260 á venjulega hjólinu.

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 18 á hjóli, 5 á hlaupahjóli/rafskútu og 17 gangandi, sem er aukning frá síðasta mánuði. En ég skal viðurkenna ekki eins mikil aukning og ég átti von á. Átakið Hjólað í vinnuna hófst 4. maí og stóð til 24. maí. Venjulega er veruleg aukning þegar það átak hefst. En í ár vorum við svo óheppin að það kólnaði verulega í upphafi átaks. Ég var farin að óttast hálkubletti þegar hitinn fór niður í frostmark yfir nóttina. En fann þó sem betur fer ekki fyrir hálku.


Fjóldamet hjólandi í mánuðinum er 35 á en fæst sá ég 9.

Heildar talning í mánuðinum var: 388 á hjóli, 95 á hlaupahjóli og 348 gangandi.

Það hafa nokkrar línur bæst við hitakortið mitt á Strava í mánuðinum. Þetta er það sem ég hef hjólað það sem af er þessu ári



Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...