4. júní 2022

Hitakort Strava (Strava heatmap)

Mér finnst þetta mjög sniðugt fyrirbæri og gaman að geta séð þetta kort. Hitakortið sýnir hvar notendur Strava hjóla. Því bjartari sem leiðin er því meira er hún hjóluð. Smelltu hér til að skoða kortið.

Hér getum við séð hvar er mikið hjólað og/eða hvar menn nota strava í evrópu:


Hér er svo litla landið mitt:


Og höfuðborgarsvæðið:


Og svona í lokin mitt persónulega hitakort. Ég byrjaði að nota Srava 1.12.2020:


Aðeins til útskýringar þá er ég ekki íþróttamaður og nota hjólið aðallega sem samgöngutæki, þó ég eigi það alveg til líka að fara í hjólatúra sem ekki hafa annan tilgang en að hjóla, en held mig almennt á stígum og innan bæjarmarka.

Engin ummæli:

Hjólað í júní 2022

Hjólaði samtals 305 km í mánuðinum þar af 128  til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins til vinnu fyrir utan eina viku sem ég var...